Óvissa í breskum stjórnmálum - í boði ESB

Allt frá þjóðaratkvæði um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit-kosningarnar 2016, er viðvarandi uppnám í breskum stjórnmálum. Evrópusambandið stundar gamalkunna herfræði Rómverja, að deila og drottna, þegar þjóðir láta ekki að stjórn Brussel-valdsins.

Bæði Ítalir og Grikkir hafa kynnst því hvernig embættismenn í Brussel grípa inn í innanríkismál aðildarþjóða til að hafa áhrif á gang mála - oft þvert á þann þjóðarvilja sem birtist í niðurstöðum kosninga.

Evrópusambandið er stórhættulegt lýðræðinu.


mbl.is „Við getum ekki stöðvað Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsborgarinn Guðni Th.

Forseti lýðveldisins kemst býsna nærri að lýsa yfir fyrirlitningu á þjóð sinni með þessum orðum: 

Macron hélt inni­halds­ríka ræðu um þá vá sem get­ur steðjað að okk­ur öll­um þegar að þjóðremba og illska tek­ur öll völd eins og segja má að gerst hafi í aðdrag­anda fyrri heims­styrj­ald­ar...

Fyrir utan lélega sagnfræði, menn héldu glaðir á vígvöllinn síðsumarið 1914 en ekki froðufellandi af illsku, þá er í meira lagi hæpið að kenna þjóðhyggju um upphaf fyrra stríðs. Heimsvaldastefna var rót fyrra stríðs, átök nýlenduvelda Evrópu um forræðið yfir Afríku.

Þjóðhyggja sækir innblástur í einkunnarorð frönsku byltingarinnar: frelsi, jafnrétti og bræðralag. 

Heimsborgararembingurinn sem Guðni Th. gefur sig á vald er aðeins önnur útgáfa af heimsvaldastefnu fyrri tíðar. Heimsvaldasinnar fyrirlitu fólk sem vildi búa að sínu í friði fyrir framandi yfirvaldi.


mbl.is „Hjartnæm og alvöruþrungin athöfn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband