Byltingarfólkið og hliðarveruleikinn

Ragnar Þór í VR og Sólveig Anna í Eflingu eru byltingarfólk. Þau skora á hólm ríkjandi skipulag. Ragnar Þór vill virkja lífeyrissjóði sem verkfallsvopn og Sólveig Anna að launþegar yfirtaki fyrirtækin og ríkisvaldið að hætti sósíalista.

Sólveig Anna neitar því að búa í hliðarveruleika. Hún segist keik með báðar fætur í reyndinni, við hin búum í ímynduðum heimi fjármagnsafla sem mergsjúga okkur en fitna sjálf eins og púkinn á fjósabitanum.

Það má hafa gaman af sprikli tíuprósent byltingarmanna, sem tala eins og þeir séu fulltrúar fjöldahreyfingar. En við lifum á viðsjárverðum tímum. Sá kexruglaði í dag getur í krafti samfélagsmiðla og bergmálsfjölmiðla orðið spámaður á morgun.

Ef fullorðna fólkið tekur ekki höndum saman um skynsamlega stefnu gæti tíuprósentfólkið skákað okkur inn í hliðarherbergi og kveikt í þjóðarheimilinu. Auðvitað í nafni fagurra hugsjóna eins og jafnan þegar byltingin knýr dyra.


mbl.is Sýna meiri ábyrgð með að fjárfesta ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarastyrjöld Pírata á alþingi

Píratar standa fyrir óeirðum á alþingi. Þar beita þeir valkvæðri heimsku, þykjast hvorki þekkja til skráðra né óskráðra siðareglna, jafnframt því sem þeir væna samþingsmenn um glæpamennsku.

Píratar fæddust í búsáhaldabyltingunni og eftirmálum hennar. Eðli þeirra er að rífa niður en ekki byggja upp.

Á meðan Píratar eru á alþingi er styrjaldarástand - og vantraust þjóðarinnar á þinginu minnkar ekki við það.


mbl.is „Alvarlegur leki“ úr forsætisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit, Trump og Ísland

Trump bauð Bretum fríverslunarsamning fyrir fjórum mánuðum, segja fjölmiðlar, en May forsætisráðherra hafnaði, sagði Breta ekki tilbúna að snúa baki við Evrópusambandinu.

Samningurinn sem May gerði við Evrópusambandið verður líklega felldur í breska þinginu. Bretar verða að velja á milli Bandaríkjanna og ESB, skrifar dálkahöfundurinn Jeremy Warner. 

Fari svo að Bretland halli sér meira að Bandaríkjunum og sambandið við ESB kólnar verður Ísland í þeirri stöðu að sitja á milli Bretlands og Bandaríkjanna en með hallærislegan EES-samning við ESB.

Eina raunhæfa leið Íslands er að halda að sér höndunum á meðan stórveldin útkljá sín mál. Ekki undir nokkrum kringumstæðum ættum við að festa okkur í neti ESB. Af því leiðir ættum við að afþakka þriðja orkupakkann.


mbl.is Þingið kjósi um Brexit 11. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband