Sósíalistafélögin styđja Heiđveigu

Sósíalistafélögin í verkó styđja Heiđveigu Maríu Einarsdóttur til valda í Sjómannafélagi Íslands.

Yfirlýsing formanna Eflingar, VR, VA og Framsýnar rennir stođum undir ţann grun ađ Heiđveig María sé á sama róli og Sólveig Anna og Ragnar Ţór; ađ yfirtaka verkalýđsfélag međ rógburđi og smölun á samfélagsmiđlum.

Miđjan, óopinbert málgagn sósíalista, er einnig í liđi Heiđveigar.

Međ svona vini ţarf Heiđveig enga óvini.


mbl.is Fordćma brottrekstur Heiđveigar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölmiđlar í pólitík

Fremur en ađ segja fréttir stunda fjölmiđlar í vaxandi mćli ađ búa til fréttir í ţví skyni ađ fá ,,rétta" pólitíska niđurstöđu. Tvö atriđi, sem liggja utan fjölmiđla, skýra ađ stórum hluta ţessa ţróun.

Í fyrsta lagi eru fjölmiđlar í beinni samkeppni viđ samfélagsmiđla um völd, áhrif og ekki síst tekjur. Í ţeirri samkeppni hćttu fjölmiđlar ađ vanda sig viđ val á heimildum og tóku upp iđju samfélagsmiđla, ađ skjóta fyrst og spyrja síđan hvort tilefni hafi veriđ til skothríđarinnar eđa hvort skotmarkiđ sé ţađ rétta.

Í öđru lagi er almennt vantraust á hefđbundnum stjórnmálum. Glötuđ tiltrú á stjórnmálamönnum kyndir undir öfgum í pólitískri orđrćđu. Fjölmiđlar og samfélagsmiđlar urđu gjallarhorn öfganna. 

Bandaríkin eru leiđandi í stjórnmálavćđingu fjölmiđla. Stephen F. Cohen, virtur sagnfrćđingur og enginn vinur Trump forseta, segir ađ fjölmiđlar grafi undan lögmćti tveggja helstu embćtta bandarísku ţjóđarinnar, ţingsins og forsetaembćttisins. Nokkuđ til í ţví.


mbl.is „Ţriđjungur lítur á fjölmiđla sem óvin“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband