Neytendur, launþegar og samnefnarinn

Neytendur eru þeir sem kaupa vöru og þjónustu. Launþegar eru aftur þeir sem selja vinnuafl sitt. Launþegar eru allir neytendur og þorri neytenda launþegar. Sama fólkið að stærstum hluta.

Neytendur vilja sem lægst verð á vöru og þjónustu en launþegar fá sem mest fyrir sína ,,vöru", þ.e. vinnuaflið. Neytendasamtökin tala fyrir ,,virkri samkeppni" til að knýja niður verðlagið. Launþegar, á hinn bóginn, eru ekki hlynntir virkri samkeppni, setja algilt lágmarksverð á vinnuaflið og bundið fastmælum í kjarasamningum.

Saman búa neytendur og launþegar í þessu landi sem við köllum okkar. Á seinni tímum gengur okkur verr en oft áður að finna samnefnarann. 


mbl.is Taka verði mið af hagsmunum neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifað í skýin

Kannski var samruni Icelandair og WOW skrifaður í skýin þegar Icelandair losaði sig úr hótelrekstri, til að mæta fyrirsjáanlegum skilyrðum Samkeppnisstofnunar, og WOW fékk neitun frá ríkinu um rekstrarstuðning.

Gangi samruninn eftir verður til sterkt félag rekið undir tveim vörumerkjum. Félagið kemst ekki í einokunarstöðu gagnvart íslenskum neytendum að því gefnu að erlend félög haldi áfram að fljúga til landsins.

Samruninn er ásættanleg niðurstaða.


mbl.is Icelandair kaupir WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistapíratar og trúarpólitík

Pólitískir jaðarhópar eins og píratar og sósíalistar rækta með sér ,,kult"-einkenni þar sem útvaldir eru settir á stall og óbreyttir sýna undirgefni. Valdið sem þeir útvöldu hafa yfir þeim þýlyndu er réttlætt með helgislepju um að sumir séu vitsmunlega á æðra plani en aðrir.

Pólitík jaðarhópanna er skyldari trú en stjórnmálum. Trúin gengur út á að hópurinn sé merkilegri en samfélagið almennt og yfirleitt. ,,Við" og ,,þeir" aðskilnaði er viðhaldið með ótta við ,,óvinina" sem sitja um trúarsannfæringu hópsins. Til að aga hópinn er reglulega efnt til grunsemda að þessi og hinn safnaðarmeðlimur sé ekki nógu hreinn, gangi jafnvel erinda ,,óvinarins."

Í söfnuðum af þessu tagi eru bithagar fyrir óæskilegri hvatir mannskepnunnar eins og drottnunargirni, tvöfeldni, tortryggni og undirlægjuhátt. Háleit markmið um óspillta pírataríkið eða jafnaðarríki sósíalista felur um stund ljóta safnaðarlífið. En aðeins um stund.

 

 


mbl.is Einelti innan Pírata veldur úrsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband