Sunnudagur, 7. janúar 2018
Líkaminn og minningin
Ísraelski rithöfundurinn Aharon Appelfeld lést í byrjun árs hálfníræður. Hann fæddist inn í þýskumælandi gyðingafjölskyldu í landi sem nú er Úkraína. Appelfeld lifði af helförina og flutti til Ísrael, lærði nýtt tugumál til að komast undan máli morðingjanna.
Í formála sjálfsævisögu, Sögu af lífi, skrifar Aharon:
Meðvituð minning er takmörkum háð. En lófar handanna, iljar fótanna, hryggurinn og hné manns muna meira en hugurinn. Ef ég vissi hvernig ætti að endurheimta líkamsminninguna yrði það yfirþyrmandi. Við fáein tækifæri gat ég hlustað á líkamann og skrifað fáeina kafla en jafnvel þeir eru aðeins brot hvikuls myrkurs sem verður alltaf lokað innra með mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2018
Trump, Jónas frá Hriflu og bilaður samtími
Jónas Jónsson frá Hriflu var sagður bilaður á geði. Í febrúar 1930 gerði Jónas litla bændablaðið Tímann að metsölublaði þegar hann skrifaði frægustu blaðagrein síðustu aldar, Stóru bombuna, sjálfum sér til varnar.
Donald Trump er bæði sagður bilaður og að hafa boðið sig fram til forseta, ekki til að sigra, heldur búa til vörumerki í fjölmiðlum.
Valdamenn, allt frá dögum rómverska lýðveldisins, eru reglulega sagðir geðveikir. Og líklega þarf einhvers konar geðveiki til að sækjast eftir völdum. Ekki síst þegar yfirlýstur tilgangur er að umbylta ríkjandi fyrirkomulagi.
Eftirspurn eftir biluðum byltingarmönnum vex í hlutfalli við vandræðaástand þeirra samfélaga sem í hlut eiga. Á millistríðsárunum var Ísland nýfrjálst ríki í umbreytingarferli. Jónas frá Hriflu var höfundur stjórnmálakerfis sem átti að taka við gamla kerfi sjálfsstæðisstjórnmála. Á einu og sama árinu, 1916, kom Jónas að stofnun tveggja stjórnmálaflokka, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem urðu höfuðandstæðingar. Jónas ætlaði hið gagnstæða, Alþýðuflokkurinn skyldi verða jafnaðarflokkur á mölinni en Framsókn sveitaútgáfa sömu stjórnmálastefnu. Það er auðvitað bilað.
Donald Trump er milljarðamæringur sem ætlar að bjarga bandarísku láglaunafólki frá auðhringum. Hann afturkallar alþjóðlegar skuldbindingar Bandaríkjanna, sem hafa gert landið að mesta heimsveldi er sögur fara af, undir því yfirskini að Bandaríkin verði máttug á ný. Hvorttveggja er bilað.
Biluð kerfi þurfa bilaða menn. Stóra í sniðum.
![]() |
Trump segist snillingur í góðu jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. janúar 2018
Jón Karl tapaði fyrir krónunni
Jón Karl Ólafsson er einn af þessum laumu ESB-sinnum sem notaði hvert tækifæri til að tala niður fullveldið og krónuna.
Árið 2008 sagði Jón Karl að krónan yrði ekki til eftir áratug. Nú eru tíu ár liðin, krónan við hestaheilsu og ESB-menn afhjúpaðir sem loddarar.
En Jón Karl hyggur á pólitískan frama, þó ekki innan Viðreisnar, heldur sjálfum móðurflokknum. Játning á fyrri yfirsjónum og loforð um betrun er við hæfi. Annars kemur enginn frami.
![]() |
Jón Karl að hugsa málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. janúar 2018
Churchill: bjargvættur eða rasisti?
Winston Churchill bjargaði bresku þjóðinni og líklega evrópsku lýðræði örlagadaga vorið 1940. Herir Hitlers réðu allri Mið- og Vestur-Evrópu, allt frá Noregi til Miðjarðarhafsstrandar Frakklands. Spán og Ítalíu sátu fasistarnir Franco og Mussolini. Póllandi var skipt milli Þýskalands og Sovétríkjanna.
Nær allt meginland Evrópu var sem sagt ýmist undir fasisma eða kommúnisma vorið 1940. Eftir ófarir breska hersins í Frakklandi og flótta frá Dunkirk mæltu öll rök með því að Bretar gerðu friðarsamninga við Hitler og gæfu honum þar með frjálsar hendur í austri, til að vinna Þjóðverjum lebensraum, lífsrými.
Winston Churchill var hornkerling breskra stjórnmála vorið 1940, þótti aflóga drykkfellt gamalmenni og stríðsæsingamaður. Stórkostlegt dómgreindarleysi þáverandi forsætisráðherra, Neville Chamberlain, sem gerði friðarsamninga við Hitler og Mussolini síðsumars 1939, gaf Churchill tækifæri til að verða forsætisráðherra. En það stóð tæpt.
Churchill reis undir ábyrgðinni, neitaði að gefast upp fyrir fasisma, byggði brú til Bandríkjanna í gegnum Ísland og bjargaði bæði Bretum og Evrópu frá Hitler og nasisma. Í stríðslok var Churchill ásamt Roosevelt Bandaríkjaforseta og Stalín í Sovétríkjunum þríeykið sem var með öll ráð heimsins í hendi sér.
En Churchill var líka rasisti. Honum er með réttu borið á brýn að fyrirlíta aðra kynþætti en þann hvíta. Hann er jafnvel sagður bera ábyrgð á hugurdauða 2 til 3 milljóna Indverja.
Ian Jack dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian ræðir arfleifð breska heimsveldisins og kemur inn á þátt Churchill. Bæði Bretar og ekki síður fyrrum nýlenduþegnar þeirra eiga erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart nýlendusögunni. Andstæðir pólar eru að nýlenduveldi Breta hafi verið menningarauki annars vegar og hins vegar rányrkja með skipulögðum manndrápum sem ívafi.
Bandaríkin, sem voru nýlenda Breta til 1776, eru ekki hluti af deilunni um arfleifð heimsveldisins. Það gefur til kynna að deilan snýst ekki um söguna heldur pólitískan samtíma. Eins og raunar öll saga gerir, aðeins í mismiklum mæli.
Var Churchill bjargvættur vestræns lýðræðis eða rasisti? Hann var hvorttveggja. Var hann góður maður eða vondur? Bæði og, eins og fólk er flest. Var hann stórmenni? Já, tvímælalaust.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. janúar 2018
Jóhannes og fáránleiki siðlausra blaðamanna
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður dundar sér við að ræna menn ærunni. Sem verktaki hjá RÚV tók Jóhannes Kr. fyrir Kára Arnór Árnason og stóð fyrir því að Kári Arnór missti vinnuna.
Kári Arnór kannaðist ekki við ávirðingar sem á hann voru bornar og bað um heimildir. Þá svaraði RÚV fyrir hönd Jóhannesar Kr.: því miður við höfum engar heimildir.
Jóhannes Kr. er sjálfskipaður réttlætisriddari sem án heimilda tálgar æruna af manni og öðrum. Þegar réttlætisriddaranum er settur stóllinn fyrir dyrnar æpir hann í réttarsal
Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?
Já, er nema von að spurt sé.
![]() |
Tekist á um vernd heimildarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. janúar 2018
Skaðaminnkun
Enginn velur að verða háður fíkniefnum, brenna allar brýr að baki sér enda heimilislaus útigangsmaður. Samt er ekki hægt að segja að einhverjir ,,lendi í" slíkum aðstæðum. Frjáls vilji kemur við sögu þótt erfðir, uppeldi og félagslegar aðstæður ráði miklu.
Mannlífið er þannig að sumir lenda utangarðs og búa við bágar aðstæður.
Einn mælikvarði á samfélag er hversu vel er búið að þeim sem eiga erfiðast uppdráttar. Þeir sem sinna þjónustu við þennan hóp, og reyna að minnka skaðann, eru hvað dýrmætasta starfsfólkið í siðuðu samfélagi.
![]() |
Efla þarf skaðaminnkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. janúar 2018
Brauð og leikir, fjölmiðlar og falsfréttir
Lýðurinn þarf brauð og leiki, sagði valdastéttin í Róm til forna, og sem fékk frið til að stjórna heimsveldinu á meðan saddur almenningur skemmti sér. Trump og valdafólkið í kringum hann gæti verið að spila sama leikinn.
Útgáfa bókar um stutta forsetatíð Donald Trump er með Steve Bannon aðalheimild, manninn sem fyrir kortéri var sagður hafa gert Trump að forseta.
Fjölmiðlar gera þessa fyrrum samherja að aðalsöguhetjum stjórnmálanna í Washington. Á meðan þeir eiga sviðið kemst engin önnur pólitísk orðræða á dagskrá. Og Bannon og Trump standa fyrir sömu stjórnmálastefnuna.
![]() |
Bók full af lygum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Trump - friðarverðlaun Nóbels
Endist Donald Trump aldur til fær hann friðarverðlaun Nóbels. Með kjarnorkuknúnum járnhnefa kenndi hann kommúnistaríkinu Norður-Kóreu mannasiði og mætir friðarvilja með afslætti af heræfingum lýðfrjálsra ríkja sunnan landamæranna.
Trump hættir að borga undir hryðjuverkamenn Palestínuaraba og brátt samþykkja þeir Jerúsalem sem höfuðborg Ísrels gegn því að þriðja kynslóð fyrirfólksins í Al Fatah fái áfram bandaríska dúsu. Friðarsamningar koma í kjölfarið.
Brjálaður heimur þarf a.m.k. hálfbrjálæðinga til að koma skipulagi á óreiðuna. Trump er réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Líklega fær hann ekki viðurkenningu í lifandi lífi. Eins og mörg önnur stórmenni.
![]() |
Fresta heræfingum vegna Ólympíuleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Trump og kenningin um brjálaða stjórnandann
Í pólitík er til kenning um brjálaða stjórnandann (takk, GPR) sem segir að sá óútreiknanlegi nái árangri þegar fyrirsjáanlegir yfirmenn rekast á vegg.
Nixon Bandaríkjaforseti er sagður hafa reynt að hrinda kenningunni í framkvæmd í samskiptum við Sovétríkin. Reagan forseti var á sömu nótum þegar hann talaði um kommúnistaríkin sem öxulveldi hins illa.
Trump býr að náttúruhæfileikum á merkingarsviði kenningarinnar um brjálaða stjórnandann.
![]() |
Jákvætt tíst hjá Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. janúar 2018
Falsfréttir, sjónarhorn og sannindi
Einu ,,sönnu" falsfréttirnar eru þær sem eru uppspuni frá rótum, t.d. að Elvis Prestley sé lifandi. Fréttir sem segja hálfsannleika, eru ýkjur eða styðjast við vafasamar heimildir geta einnig verið falsfréttir.
Fréttir eru sagðar með fyrirsögn og inngangi, þar myndast sjónarhorn fréttarinnar - það sem höfundur telur mikilvægast. Og sjónarhorn eins getur verið falsfrétt annars.
Í meiðyrðamálum tíðkast, bæði hér og í Evrópu, að líta á sjónarhorn/ályktanir sem réttmæta frjálsa orðræðu. Ályktunin ,,Trump er kjáni" er frjáls orðræða. Staðhæfing um staðreynd, þar sem einhver er ásakaður um glæpsamlegt athæfi, t.d. ,,Trump er nauðgari" er aftur lögbrot samkvæmt viðurkenndum viðmiðunum.
En persónuvernd er aðeins lítill hluti vandans sem stafar af falsfréttum. Iðulega eru meintar falsfréttir stórpólitískar þótt ekki komi við sögu staðhæfing sem meiðir æru einstaklings. Þar er tekist á um túlkun/ályktanir af pólitískri stefnu.
Lög til höfuðs falsfréttum eru líklegri til að hefta frjálsa orðræðu en þau bæti umræðuna. Þá er betur heima setið en af stað farið.
![]() |
Undirbýr lagasetningu gegn falsfréttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)