Jón Karl tapaði fyrir krónunni

Jón Karl Ólafsson er einn af þessum laumu ESB-sinnum sem notaði hvert tækifæri til að tala niður fullveldið og krónuna.

Árið 2008 sagði Jón Karl að krónan yrði ekki til eftir áratug. Nú eru tíu ár liðin, krónan við hestaheilsu og ESB-menn afhjúpaðir sem loddarar.

En Jón Karl hyggur á pólitískan frama, þó ekki innan Viðreisnar, heldur sjálfum móðurflokknum. Játning á fyrri yfirsjónum og loforð um betrun er við hæfi. Annars kemur enginn frami.


mbl.is Jón Karl að hugsa málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sjálfsagt að frambjóðendur geri grein fyrir afstöðu sinni til hinna ýmsustu málefna. Meðal annars ESB, flugvallar í Vatnsmýri, umferðamála og skyldum Reykjavíkurborgar við skattgreiðendur sína.

Ragnhildur Kolka, 6.1.2018 kl. 17:30

2 Smámynd: Hrossabrestur

Gleðilegt nýtt ár, það er allataf spurning með ESB málpípur hvort þeir eru ESB sinnar í raun eða auðkeyptir Júdasar, gildir einu hvorugt er góður mannkostur.

Hrossabrestur, 6.1.2018 kl. 17:56

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki batnar mannavalið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, í borgarstjórn Reykjavíkur, ef evrópusambandssinnaða Isavia syndromið er talið til vænleika og upphefðar fyrir flokkinn..

 Aumingja Reykvíkingar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2018 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband