Falsfréttir, sjónarhorn og sannindi

Einu ,,sönnu" falsfréttirnar eru þær sem eru uppspuni frá rótum, t.d. að Elvis Prestley sé lifandi. Fréttir sem segja hálfsannleika, eru ýkjur eða styðjast við vafasamar heimildir geta einnig verið falsfréttir.

Fréttir eru sagðar með fyrirsögn og inngangi, þar myndast sjónarhorn fréttarinnar - það sem höfundur telur mikilvægast. Og sjónarhorn eins getur verið falsfrétt annars.

Í meiðyrðamálum tíðkast, bæði hér og í Evrópu, að líta á sjónarhorn/ályktanir sem réttmæta frjálsa orðræðu. Ályktunin ,,Trump er kjáni" er frjáls orðræða. Staðhæfing um staðreynd, þar sem einhver er ásakaður um glæpsamlegt athæfi, t.d. ,,Trump er nauðgari" er aftur lögbrot samkvæmt viðurkenndum viðmiðunum.

En persónuvernd er aðeins lítill hluti vandans sem stafar af falsfréttum. Iðulega eru meintar falsfréttir stórpólitískar þótt ekki komi við sögu staðhæfing sem meiðir æru einstaklings. Þar er tekist á um túlkun/ályktanir af pólitískri stefnu.

Lög til höfuðs falsfréttum eru líklegri til að hefta frjálsa orðræðu en þau bæti umræðuna. Þá er betur heima setið en af stað farið.


mbl.is Undirbýr lagasetningu gegn falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband