Trump - friðarverðlaun Nóbels

Endist Donald Trump aldur til fær hann friðarverðlaun Nóbels. Með kjarnorkuknúnum járnhnefa kenndi hann kommúnistaríkinu Norður-Kóreu mannasiði og mætir friðarvilja með afslætti af heræfingum lýðfrjálsra ríkja sunnan landamæranna.

Trump hættir að borga undir hryðjuverkamenn Palestínuaraba og brátt samþykkja þeir Jerúsalem sem höfuðborg Ísrels gegn því að þriðja kynslóð fyrirfólksins í Al Fatah fái áfram bandaríska dúsu. Friðarsamningar koma í kjölfarið.

Brjálaður heimur þarf a.m.k. hálfbrjálæðinga til að koma skipulagi á óreiðuna. Trump er réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Líklega fær hann ekki viðurkenningu í lifandi lífi. Eins og mörg önnur stórmenni.


mbl.is Fresta heræfingum vegna Ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var nú nógu slæmt að láta Obama hafa friðarverðlaunin þótt því sé ekki bætt við að láta þann fíl í glervörubúð sem Donald Trump er, fá verðlaunin líka. 

Ómar Ragnarsson, 4.1.2018 kl. 22:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trump minnir svo skemmtilega á túlkun franska leikarans Omar SY í frönsku kvikmyndinni "Intouhlabes" sem var sýnd á Íslandi við miklar vinsældir. Efnið eins ólíkt og vinna forsetans getur verið en týpurnar svo líkar; "Nær forsetinn "Nobelnum"...??   

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2018 kl. 22:08

3 Smámynd: Merry

Já, Trump er að gera, í stað fyrir að tala tala tala. Við í vestur kóma að sjá hvernig heimin hefur breyst fyrir það besta, takk til Trump. Ég trú á Trump.

Merry, 4.1.2018 kl. 23:09

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll

Nei, ég held að Donald Trump karlinn fá ekki friðarverðlaun Nóbels, en það er aldrei að vita, þar sem að hann Óbama fékk friðarverðlaun Nóbels.

KV.

Image result for trump war on yemen
Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.1.2018 kl. 09:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með fordæminu sem var skapað með því að veita Obama friðarverðlaun Nobel hlýtur sigur Trump að vera borðleggjandi þetta árið.

Bráðum verða svo friðarverðlaunin orðin álíka merkileg og íslenska fálkaorðan, með glæpamenn og sjálftökulið sem áskrifendur.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2018 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband