Guðlast, svínakjöt og múslímsk aðlögun

Þýskur lagaprófessor við háskólann í Bonn leggur til að harðari refsingar verði teknar upp vegna guðlasts enda eiga margir múslímar erfitt að umbera trúarlegt skop.

Þýskur blaðamaður Die Welt ræðir tillögu lagaprófessorsins og vitnar m.a. til þess að múslímum finnst ógeð að svínakjöt sé á boðstólum í mötuneytum og veitingahúsum (þýskir eru hrifnir af þessum mat). Á þá ekki að banna svínakjötsát?

Spurningin snýst um hvort múslímar aðlagist vestrænum gildum eða öfugt; að vestræn gildi víki fyrir múslímskum. Í Þýskalandi er risin upp hreyfing, PEGIDA, gegn múslímavæðingu Evrópu. Skal engan undra.


ASÍ launalögga og forstjóralaunin

ASÍ notar laun lækna til að réttlæta óábyrgar launakröfur félagsmanna sinna. Læknar starfa hjá ríkinu og eru ekki hluti almenna vinnumarkaðarins. Forstjórar landsins, á hinn bóginn, eru upp til hópa á almenna vinnumarkaðnum.

ASÍ stjórnar lífeyrissjóðunum til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Lífeyrissjóðirnir eru eigendur að stórum hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. ASÍ væri í lófa lagið að beita sér fyrir því að launavísitala forstjóranna yrði opinber og þannig mætti fylgjast með þróun þeirra launa sem eru á sama vinnumarkaði og félagsmenn ASÍ.

ASÍ gerir ekkert til að fylgjast með þróun forstjóra og millistjórnenda fyrirtækja en tekur sér fyrir hendur að vera launalögga sem herjar á lækna. ASÍ ætti að líta sér nær.

 


mbl.is Læknar með fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur spinnur, Árni Páll flissar og Össur gasprar

Stjórnarandstaðan á alþingi Íslendinga er einkum spuni, fliss og gaspur. Björn Valur Gíslason varaformaður Vg spann úr fyrirsögn mbl.is spuna sem átti að setja forsætisráðherra í neikvætt ljós.

Forsætisráðherra varaði við umræðumenningunni hér á landi, sagði

Það sem við þurf­um á að halda er meiri rök­ræða um staðreynd­ir, um þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau. Semsagt raun­veru­leg póli­tísk rök­ræða og minna af hatri.

Björn Valur fabúleraði um eitthvað sem forsætisráherra sagði ekki, Árni Páll formaður Samfylkingar flissaði og Össur Skarphéðinsson greip frammí með ósannindum sem í ofanálag komu umræðuefninu ekkert við. 

Þessir þrír stjórnarandstöðuþingmenn eru hluti af kreppu þjóðþingsins og stjórnmálaumræðunnar. 

 

 


mbl.is Árni Páll sprakk úr hlátri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppilegt, Elín, óheppilegt

Hanna Birna Kristjánsdóttir lenti í fordæmalausri aðstöðu þegar skipulögð fjölmiðlaaðför að henni leiddi til rannsóknar lögreglu á ráðuneyti lögreglumála.

Eftir ítarlega rannsókn var Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmaður ráðherra dæmdur fyrir að afhenda fjölmiðlum trúnaðarupplýsingar sem hann bjó yfir. Niðurstaða héraðsdómara er skýr:

Hins veg­ar er ekki fall­ist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minn­is­blaðinu á fram­færi í því skyni að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, hvorki fjár­hags­legs né ann­ars.

Af þessu leiðir er brotið bundið við Gísla Frey einan og beinlínis tekið fram að engum ávinningi hafi verið til að dreifa, hvorki fjárhagslegum né pólitískum. Ráðuneytið í heild og Hanna Birna sérstaklega fær sýknu í dómsorðum héraðsdóms.

Á meðan rannsókn stóð á lekamálinu reyndi Hanna Birna eðlilega að gæta hagsmuna ráðuneytisins án þess að hindra rannsóknina.

Hanna Birna axlaði pólitíska ábyrgð með því að segja af sér ráðherradómi.

Huglæg upplifun embættismanna sem stóðu að rannsókninni og enn huglægari upplifun umboðsmanns alþingis á hlutverki sínu eru ekki tilefni til annars en pólitískra hártogana.

Það er ekki heppilegt að ungir þingmenn notfæri sér kvika pólitíska stöðu til að herja á samherja. Það er beinlínis óheppilegt.


mbl.is Vill að Hanna Birna segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar leiðréttur vegna Norðmanna

Noregur var hernuminn af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Í bloggi Ómars Ragnarssonar segir að fleiri Norðmenn hafi barist með Þjóðverjum en nam fjölda þeirra sem gekk andspyrnuhreyfingunni á hönd.

Samkvæmt alfræðiútgáfunni Store norske lexikon voru um fimm þúsund norskir sjálfboðaliðar í hersveitum Þýskalands. Um fjörtíu þúsund Norðmenn voru í vopnuðu andspyrnuhreyfingunni, Milorg.

Það voru sem sagt átta sinnum fleiri Norðmenn í andspyrnuhreyfingunni en fjöldi norskra sjálfboðaliða í þýska hernum.

 


Grikkir verða gjaldþrota, evran tekin af þeim

Þjóðverjar eru sigri hrósandi eftir atburði dagsins. Þrátt fyrir stórsigur róttæklinga í Grikklandi, sem ætla ekki að borgar skuldir Grikklands, lætur markaðurinn sér fátt um finnast.

Evru-svæðið afskrifar Grikkland, segir Die Welt, og vísar til þess að eini hlutabréfamarkaðurinn á öllu evru-svæðinu sem fór í mínus í dag er sá gríski. Skuldaálag á Ítalíu og Spán hélst stöðugt sem gefur til kynna að uppnám í Grikklandi smitist ekki yfir á önnur skuldseig Suður-Evrópuríki.

Sögulega er mest hætta á þjóðargjaldþroti þegar skuldir ríkis eru að mestu við útlönd og ríkissjóður skilar afgangi áður en greitt er af lánum. Grikkir eru í þeirri stöðu núna.

Fari Grikkir gjaldþrotaleiðina verður evran tekin af þeim og grísk drakma endurvakin. En það var til skamms tíma elsta myntin í henni veröld.


mbl.is Endalok evrunnar í Grikklandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlandsjökull og landnámið

Grænlandsjökull er forðabúr um fornveðurfar en líka seinna tíma sögu. Landnámslagið á Íslandi, sérkennilegt öskulag sem finnst víða þétt upp að neðstu lögum vegghleðslna, var lengi ráðgáta.

En gjóskulagið, sem talið er eiga upptök á Torfajökulssvæðinu, fannst í Grænlandsjökli. Með því að telja niður áralög sem úrkoma myndar á jöklinum var hægt að tímasetja landnámslagið 871 plús/míns 2 ár.

Og það er glettilega nærri ritheimildum sem tímasetja landnámið 874.


mbl.is Svipta hulunni af Grænlandsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn er tromp þjóðarinnar

Þjóðin geymir sér fylgið við Framsóknarflokkinn og opinberar stuðning sinn ekki í könnunum heldur bíður með það til kosninga, líkt og gerðist í þingkosningunum 2013 og síðustu borgarstjórnarkosninga.

Könnun MMR sýnir að enginn stjórnmálaflokkur utan Sjálfstæðisflokkinn ná eyrum þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan er stokkfreðin í fylgi og augljóst að almenningur telur engra tíðinda að vænta þaðan.

Framsóknarflokkurinn er kosningaflokkur sem tekur stóru stökkin í fylgisaukningu þegar mest ríður á; á kjördag.


mbl.is Minni stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði án fullveldis er leiksýning

Grikkir veðsettu fullveldið sitt í Brussel og fengu í staðinn styrki sem grófu undan sjálfsbjörginni og gjaldmiðil án tengsla við efnahagslegan veruleika Grikklands. Eftir sjö ára falskt góðæri í byrjun aldar er kreppan orðin sjö ára og sér ekki fyrir endann á. Hörmungarnar við Eyjahaf sprengja biblíuskalann með sjö ára góðæri og jafnmörg hallæri.

Alexis Tsipras leiðtogi Syriza er með umboð frá grísku þjóðinni en það má sín lítils gagnvart evrunni sem er sameiginlegt verkefni 19 þjóðríkja. Tsipras setur á svið leiksýningu þar sem hann steytir hnefa framan í Brussel í táknrænum mótmælum.

Grikkir búa að forminu til við lýðræði og geta kosið sér nýtt þing eins oft og verkast vill. En án fullveldis komast þeir ekki úr kreppunni.

Veðsett fullveldi er veðsett framtíð.

 


mbl.is Reiðubúinn að semja við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stiglitz og Jónas; hagfræði, hagvöxtur og heimska

Efnahagspólitík heimskunnar ræður ríkjum á alþjóðavísu, segir Joseph E. Stiglitz og vill að stjórnvöld hætti að prenta peninga til að leysa vandann sem í grunninn er eftirspurn.

Stiglitz, sem er stórkanóna í hagfræðinni, segir ríkisstjórnir um heim allan verða að stórauka framkvæmdir til að kynda undir eftirspurn í hagkerfinu og skapa þannig hagvöxt.

Jónas okkar Kristjánsson er á hinn bóginn í hlutverki hyggna búmannsins sem sér í gegnum kjaftavaðalinn í kringum hagvöxtinn.

Hagvöxtur er skilgreindur þannig að sóun og eyðsla auka hann en ráðdeild og sparnaður draga úr hagvexti. Greining hyggna búmannsins er betri vegvísir til framtíðar en sóunarfræði stórkanónunnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband