Danska krónan í hættu vegna evrunnar

Danski seðlabankinn tilkynnti um lækkun stýrivaxta, úr mínus 0,05% í mínus 0,2%. Danska krónan er tengd evrunni og gæti orðið fórnarlamb ákvörðunar Seðlabanka Evrópu á fimmtudag að prenta peninga til að koma hagkerfi álfunnar úr kreppuástandi.

Svissneski seðlabankinn varð að gefast upp á tengingu við evruna fyrir skemmstu og olli það verulegri ókyrrð á fjáramálamörkuðum.

Evran er eitraður gjaldmiðill enda ríkir óvissa um framtíð evru-samstarfsins.

 


Næstu tölublöð Herðubreiðar

Undir ritstjórn Björgvins G. og Karls Th. verða næstu tölublöð Herðubreiðar vígð eftirfarandi efnisþáttum:

Brussel frekar en Ásahreppur; sjóðirnir eru stærri og tækifærin fleiri

Spilling á Íslandi; innherjaupplýsingar

Samfylkingin, umboðslausa umsóknin og umboðslausa úttektin

Samfylkingin og siðvitið; persónulegt sjónarhorn

 

 


mbl.is Björgvin: Ekki fjárdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karl Th. Birgisson, spillingin og Samfylkingin

Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingar var í vinnu hjá Björgvini G. Sigurðssyni í viðskiptaráðuneytinu.

Núna kemur Björgvin til liðs við Karl Th. og samfylkingarútgáfuna Herðubreið.

Má gera ráð fyrir að þeir félagar ráðist af alkunnum heilindum að opinberri spillingu og hefji siðferðisgildi Samfylkingar vegs og virðingar.

 


mbl.is Segir Björgvin hafa dregið sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæðir fólksflutningar til Norðurlanda

Frá landnámsöld hafa Íslendingar sótt heim Norðurlönd til lengri eða skemmri tíma. Þjóðinni gagnast vel að sækja menntun og starfsreynslu til frænda og vina í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Heimskur er heimaalinn maður, segir í gömlu texta og það á enn við í dag. Við þyrftum fyrst að hafa áhyggjur ef Íslendingar steinhættu að flytja til Norðurlanda.

Íslendingarnir koma alltaf heim um síðir. Það er reynslan frá landnámsöld.


mbl.is Reikna út í mjólk og bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband