Launavísitala forstjóranna - ábyrgð ASÍ

ASÍ, sem í gegnum lífeyrissjóðina eiga stóran hluta íslenskra fyrirtækja , ber ríka skyldu að hemja launaskrið sem alltaf byrja á toppnum. ASÍ setti á flot umræðuskjal sem mest er til að eyða málinu fremur en til að laða fram umræðu um skynsamlegar aðgerðir.

Ein aðgerð, sem ASÍ gæti beitt sér fyrir, er að setja saman launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og e.t.v. millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti ASÍ að berjast fyrir jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi muninn milli hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitalan myndi upplýsa um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna. Í orði kveðnu segir ASÍ berjast fyrir hagsmunum þeirra launalægstu. Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest.

Ásamt launavísitölu forstjóra og jafnlaunavísitölu ætti að koma upp bitlingaskrá stjórnenda og e.t.v. starfsmanna þar sem færð eru hlunnindi s.s. bílar, afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins, niðurgreiddur símakostnaður og þess háttar.

Þá væri skynsamlegt að koma upp siðabókhaldi í stærri fyrirtækjum, sem ásamt siðareglum, myndi vera rammi um siðvædda starfshætti.

ASÍ er í stöðu til að skapa traustari umgjörð utan um atvinnulífið og keyra heim lexíuna af hruninu 2008. Spurningin er þessi: er forysta ASÍ of smituð af samkennd með forstjórum til að gera eitthvað raunhæft í þessu brýna hagmunamáli almennings?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Ein aðal óhamingja Íslands er að láta stjórnast af vísitölum.

Steinarr Kr. , 25.11.2014 kl. 13:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

LÍFEYRISSÓÐARNIR (lífeyrissjóðirnir) á Íslandi, sem hertaka hverja ríkisstjórnina á fætur annarri, og halda þeim í gíslingu með kúgunarvaldi! Hvers vegna er verið að verja mafíuna?

Kúgunarveldi löglausu sjálftöku-sérréttinda-stjóranna LÍÚ-Sjalla/viðhaldsmafíustjóranna (Bretamafíunnar)!

Dómstólamafía og skipulögð bankaráns/lífeyrissóða-starfssemi síðustu áratuga!

Nú eiga allir þeir sem héraðsdómur hefur vísað skylduábyrgð sinni frá með því að dæma þverrt gegn öllum siðmenntuðum lögum, vegna verðtryggingarsvikanna í útreikningum og framkvæmd á Íslandi, rétt á skaðabóta-ábyrgðargreiðslu. Skaðabótaábyrgðargreiðslu frá þeim dómurum/lögmönnum sem brutu á rétti neytenda í dómsmálum um verðtrygginguna á Íslandi.

Skipulögð mafíustarfsemi hefur verið varin af héraðsdómstólum á Íslandi! Hæstiréttur Íslands hefur svo bitið höfuðið af dómstóla-lögbrotaskömminni, með því að dæma gegn rétti þeirra sem áfrýjað hafa lögbrotum héraðsdóms til Hæstaréttar!

Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands hefur fengið sinn dómsúrskurð að utan!

Vaknið Íslendingar!

Meðvirkni með glæpadómsstólum Íslands?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.11.2014 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband