Grikkir verða gjaldþrota, evran tekin af þeim

Þjóðverjar eru sigri hrósandi eftir atburði dagsins. Þrátt fyrir stórsigur róttæklinga í Grikklandi, sem ætla ekki að borgar skuldir Grikklands, lætur markaðurinn sér fátt um finnast.

Evru-svæðið afskrifar Grikkland, segir Die Welt, og vísar til þess að eini hlutabréfamarkaðurinn á öllu evru-svæðinu sem fór í mínus í dag er sá gríski. Skuldaálag á Ítalíu og Spán hélst stöðugt sem gefur til kynna að uppnám í Grikklandi smitist ekki yfir á önnur skuldseig Suður-Evrópuríki.

Sögulega er mest hætta á þjóðargjaldþroti þegar skuldir ríkis eru að mestu við útlönd og ríkissjóður skilar afgangi áður en greitt er af lánum. Grikkir eru í þeirri stöðu núna.

Fari Grikkir gjaldþrotaleiðina verður evran tekin af þeim og grísk drakma endurvakin. En það var til skamms tíma elsta myntin í henni veröld.


mbl.is Endalok evrunnar í Grikklandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlandsjökull og landnámið

Grænlandsjökull er forðabúr um fornveðurfar en líka seinna tíma sögu. Landnámslagið á Íslandi, sérkennilegt öskulag sem finnst víða þétt upp að neðstu lögum vegghleðslna, var lengi ráðgáta.

En gjóskulagið, sem talið er eiga upptök á Torfajökulssvæðinu, fannst í Grænlandsjökli. Með því að telja niður áralög sem úrkoma myndar á jöklinum var hægt að tímasetja landnámslagið 871 plús/míns 2 ár.

Og það er glettilega nærri ritheimildum sem tímasetja landnámið 874.


mbl.is Svipta hulunni af Grænlandsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn er tromp þjóðarinnar

Þjóðin geymir sér fylgið við Framsóknarflokkinn og opinberar stuðning sinn ekki í könnunum heldur bíður með það til kosninga, líkt og gerðist í þingkosningunum 2013 og síðustu borgarstjórnarkosninga.

Könnun MMR sýnir að enginn stjórnmálaflokkur utan Sjálfstæðisflokkinn ná eyrum þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan er stokkfreðin í fylgi og augljóst að almenningur telur engra tíðinda að vænta þaðan.

Framsóknarflokkurinn er kosningaflokkur sem tekur stóru stökkin í fylgisaukningu þegar mest ríður á; á kjördag.


mbl.is Minni stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði án fullveldis er leiksýning

Grikkir veðsettu fullveldið sitt í Brussel og fengu í staðinn styrki sem grófu undan sjálfsbjörginni og gjaldmiðil án tengsla við efnahagslegan veruleika Grikklands. Eftir sjö ára falskt góðæri í byrjun aldar er kreppan orðin sjö ára og sér ekki fyrir endann á. Hörmungarnar við Eyjahaf sprengja biblíuskalann með sjö ára góðæri og jafnmörg hallæri.

Alexis Tsipras leiðtogi Syriza er með umboð frá grísku þjóðinni en það má sín lítils gagnvart evrunni sem er sameiginlegt verkefni 19 þjóðríkja. Tsipras setur á svið leiksýningu þar sem hann steytir hnefa framan í Brussel í táknrænum mótmælum.

Grikkir búa að forminu til við lýðræði og geta kosið sér nýtt þing eins oft og verkast vill. En án fullveldis komast þeir ekki úr kreppunni.

Veðsett fullveldi er veðsett framtíð.

 


mbl.is Reiðubúinn að semja við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband