Peningar úr þyrlu til bjargar evru?

Evru-svæðið er frosið í verðhjöðnun og stórfelldu atvinnuleysi. Eina leiðin til að gangsetja efnahagskerf evru-ríkjanna 19 er að dreifa peningunum til almennings, ef ekki úr þyrlu af himnum ofan þá með því að senda hverjum og einum íbúa svæðisins ávísun upp á 500 til 3000 evrur (um 77 þús til 460 þús.ísl. krónur).

Nei, ekki er ekki vísindaskáldsaga heldur endursögn úr frétt Der Spiegel þar sem fjallað er um ógöngur evru-svæðisins. Peningagjafir til almennings eiga að koma efnahagskerfinu í gang þegar fullreynt er að bankakerfi evru-svæðisins er láni peninga, jafnvel þótt þeir fáist á núllvöxtum frá seðlabank evrunnar í Frankfurt.

Hugmyndin um peninga úr þyrlu er ættuð frá bandaríska frjálshyggjumanninum Milton Friedman. Þegar tæknikratar í Brussel og Frankfurt daðra við hagpólitík Friedman er öllum ljóst að evru-samstarfið er komið að fótum fram.


mbl.is 43,9% ítalskra ungmenna án vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnakennarinn og sögukennarinn

Ragnar Þór Pétursson flæmdist úr starfi sem barnakennari. Að hans eigin sögn var ástæðan sú að hann hafði rangar skoðanir á þjóðfélagsmálum og birti þær opinberlega.

Það fer ekki vel á því að maður með ferilsskrá Ragnars Þórs vegi að starfsheiðri annarra kennara vegna þess að þeir hafa í frammi skoðanir sem Ragnari Þór þóknast ekki.

Í einkaveröld Ragnars Þórs er það kannski svo að burtflæmdur barnakennari sé þess umkominn að dæma aðra kennara óverðuga. Einkaveröld Ragnars Þórs er vitanlega hans einkamál. 


Kjarasamningar lækna og jólabónus Samherja

Læknar eru opinberir starfsmenn í kerfi sem ekki stendur til að breyta, t.d. með einkavæðingu. Í krafti verkfalla og umræðu í samfélaginu náðu læknar fram kjarabótum umfram aðra launþega.

Kjarasamningar lækna geta ekki orðið fyrirmynd annarra einfaldlega vegna þess að fæstir aðrir eru í sömu stöðu og læknar.

Ekki frekar en að jólabónus starfsfólks Samherja geti orðið fyrirmynd annarra.


mbl.is Geti ekki orðið fyrirmynd annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband