Jón Gnarr er Ástþór án tómatsósu

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi á það sameiginlegt með öðum valinkunnum forsetaframbjóðanda, Ástþóri Magnússyni, að sjá viðskipti í friðarhjali.

Ástþór stofnaði Frið 2000-samtökin á síðustu öld þar sem pólitík og krónum og aurum var hrært í pott í von um gróða. Á nýrri öld boðaði Ástþór herta baráttu gegn hryðjuverkum, vitanlega þó með friði.

Jón Gnarr getur þó tæplega lengi verið Ástþór án tómatsósu. Við bíðum spennt.


mbl.is „Það er bissness í friði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímar afhjúpa mótsögn okkar

Veraldlegt samfélag, þ.e. samfélag þar sem trúin er einkamál hvers og eins, líkt og tíðkast á vesturlöndum, fær ekki staðist án tjáningarfrelsis.

Án tjáningarfrelsis væru önnur mannréttindi einskins virði. Eina leiðin til að komast að niðurstöðu um mannréttindi í veraldlegu samfélagi er með opinberri umræðu.

Tjáningarfrelsi felur í sér að einstaklingurinn ber ábyrgð á orðum sínum fyrir veraldlegum lögum og dómstólum. Háð og ádeila eru ómissandi þáttur í orðræðunni sem er undirstaða veraldlega samfélagsins.

Múslímar skilja ekki háð og ádeilu enda vestrænt lýðræði framandi þorra þeirra.

Að ímynda sér, eins og fjölmenningarsinnar gera margir, að múslímasamfélag fái þrifist í vestrænu samfélagi er beinlínis rökleg mótsögn.

Blóðbaðið í París skerpir á þeirri bláköldu staðreynd múslímatrú, eins og hún er skilin og iðkuð af ótölulegum fjölda, er ósamrýmanleg veraldlegu samfélagi.

Það sem verra er: veraldlegt samfélag getur ekki bannað tiltekna trú. Slíkt bann er í algerri mótsögn við þau gildi sem veraldlegt samfélag stendur fyrir.

Afturhvarf frá veraldlegu samfélagi, t.d. í átt að kristinni bókstafstrú, er ekki raunhæfur valkostur. Trúarsannfæring sprettur ekki upp úr valdatafli veraldarhyggju og öfgatrúar. 

Bjargir veraldlega samfélagins eru fáar. Nema, vel að merkja, þegar veraldlega samfélagið er rekið innan þjóðríkis, líkt og á Íslandi, þar sem fullvalda samfélag tekur ákvörðun um hvort og á hvaða forsendum skuli breyta samsetningu þegnanna. 

 

 

 


mbl.is Ritstjóri og þrír teiknarar létust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópskar öfgar á Íslandi, ekki bandarískar

Stórsigur Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor er útskýrður þannig að flokkurinn lagðist gegn byggingu mosku í þjóðbraut. Vinstriflokkarnir brjáluðust út í Framsóknarflokkinn vegna málsins og freistuðu þess að útiloka lýðræðislega kjörna fulltrúa frá stjórnkerfi borgarinnar.

Að mati Samfylkingar, Vg, Bjartar framtíðar og Pírata voru borgarfulltrúar Framsóknarflokksins með of rangar skoðanir á múhameðstrú til að þeir mættu eiga aðgang að stjórnkerfi borgarinnar í hlutfalli við kjörfylgi.

Deilur um afstöðuna til íslam eru mál málanna í Evrópu. Bók Houellenbecq í Frakklandi er eitt dæmi og PEGIDA-mótmælin í Þýskalandi er annað. PEGIDA-mótmælin sundra Þýskalandi, segir einn fjömliðill. Spiegel segir að kristilegir demókratar, flokkur Merkel kanslara, óttist að missa kjósendur AfD-flokksins ef stjórnvöld taka of gagnrýna afstöðu til PEGIDA.

Þýskir fjölmiðlar birta lista sem sýna að á eftir Norður-Kóreu fara múslímaríki, einkum í arabalöndum, hvað verst með kristna.

Sigur Framsóknarflokksins í Reykjavík í vor, PEGIDA-mótmælin í Þýskalandi og múslímaumræðan í Frakklandi eru angi uppgjörs menningarheima, innan Evrópu annars vegar og hins vegar milli kristinna og múslíma.

ESB-sinnar á Íslandi eiga erfitt með að játa blákaldar pólitískar staðreyndir, ef þær varpa neikvæðu ljósi á Evrópu. Egill Helgason líkir harðdrægu pólitíkinni á Íslandi við ástandið í bandarískum stjórnmálum. Innanlandsfriði í Bandaríkjunum er á hinn bóginn ekki ógnað með deilum kristinna og múslíma, heldur hvítra og þeldökkra.

Að svo miklu leyti sem öfgar íslenskrar stjórnmálaumræðu lýtur ekki innlendum lögmálum þá líkist hún meira evrópskum öfgum en bandarískum.     


mbl.is Uppgjöf Houellebecq hristir upp í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogslýðræði

Fyrir all nokkrum árum komst þekkt vinstrikona í Kópavogi í fréttir þegar til hennar sást í prófkjöri hægriflokks. Aðspurð sagðist konan taka þátt í prófkjöri andstæðinganna til að tryggja framgang fulltrúa Kópavogs í kjördæminu.

Það er hentistefna að starfa í einum stjórnmálaflokki en skipta sér af framboðsmálum annars flokks. Með því að fá meðmælalista allra flokka við síðustu kosningar sýndi Þór Jónsson fram á að í Kópavogi er ekkert tiltökumál að sami einstaklingurinn mæli með mörgum framboðum.

Í Kópavogslýðræði getur einn og sami hópurinn séð um að manna og mæla með öllum framboðslistum. Kópavogslýðræði yrði ásýndarlýðræði þar sem almenningi væri talin trú um að í boði væru ólíkir kostir en í reyndi væri það einn og sami hópurinn er stæði á bakvið alla valkostina.

Kópavogslýðræði elur af sér varabæjarfulltrúa sem kvarta undan því að fá ekki að vera með í spillingunni. 


mbl.is Gerðu allt í sínu valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband