Umsóknin um evru-horror er tilræði við þjóðarhag

Evru-þjóðirnar 19 stefna í uppgjör sín á milli. Aðeins tvær mögulegar niðurstöður gætu komið úr því uppgjör.

Í fyrsta lagi: að evru-svæðið verði Stór-Evrópa með sameiginlegu fjárveitingavaldi í Brussel líkt og fjárveitingavaldið í Bandaríkjunum er í Washington.

Í öðru lagi: evru-svæðið molnar í sundur þar sem ríku þjóðirnar í Norður-Evrópu verða aðgreindar frá fátæku þjóðunum í Suður-Evrópu. Opin spurning er hvoru megin hryggjar evran sjálf lendir.

Hvort heldur að úr verði Stór-Evrópa, þar sem meginlandið sameinast en Bretar standa utan auk Svía og Dana og Pólverja a.m.k. um sinn, eða að evru-samstarfið gliðni í sundur, þá er öllu sæmilega viti bornu fólki augljóst að engin þjóð, sjálfs sín ráðandi og ekki ógnað af stórveldi, lætur sér til hugar koma að sækja um evru-aðild undir núverandi kringumstæðum.

Vanhugsaða og illa undirbúna umsókn Össurar Skarphéðinssonar frá 16. júlí 2009 fór í gegnum þingið vegna þess að Vg-þingmenn svindluðu.

Íslendingar eiga að leyfa Evrópu á vinna sig úr þeim vanda sem steðjar þar að og vona að vel takist til. Þegar nýskipan mála er komin á í Evrópu, og það gæti tekið fimm til fimmtán ár, tökum við umræðu á ný stöðu Íslands í því samhengi.

En núna á að afturkalla umsóknina um evru-horrorinn enda er hún tilræði við þjóðarhag.


Sviss fórnarlamb evrunnar; ESB í uppnámi

Kreppan á evrusvæðinu leiddi til þess að svissneski frankinn varð eftirsótt hæli fjármagnseigenda sem ekki treystu evrunni. Við það styrktist svissneski frankinn fram úr hófi og fjármálayfirvöld þar í landi gripu til þess ráðs að tengja frankann við evruna.

Svissneski seðlabankinn gafst upp á tengingunni við evru í vikunni. Í fjármálaheiminum er búist við stórfréttum af fundi Evrópska seðlabankans 22. jan þar sem verði tilkynnt um viðbrögð við verðhjöðnun í álfunni. Þrem dögum síðar kjósa Grikkir til þings með afleiðingum sem gætu leitt til brottreksturs Grikklands úr evru-samstarfinu.

Evran og framtíð gjaldmiðlasamstarfs evru-ríkjanna 19 er meginástæðan fyrir uppnámi svissneska frankans.

Evran, sem átti að vera aflvél Evrópusamrunans, er óðum að verða helsti veikleiki Evrópusambandsins. Andstæðir hagsmunir Norður- og Suður-Evrópu verða æ skýrari í evru-samstarfi. Suður-Evrópa þarf gengisfellinu evru upp á 20 til 40 prósent sem myndi þýða óásættanlegt verðbólguskot í Norður-Evrópu.

Á sama tíma og evru-samstarfi eykur ósætti innan ESB styrkir flóttamannavandinn, sem er tengdur hryðjuverkaógninni, stöðu þeirra pólitísku afla í Evrópu sem eru andstæð ESB. Viðskiptastríðið við Rússa vegna Úkraínu-deilunnar gerir illt verra.

Evrópusambandið sjálft er í uppnámi; evru-kreppan er aðeins birtingarmynd.


mbl.is Seðlabanki Sviss harðlega gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband