Forseti, biskup; falska gagnrýnin og samheldnin

Úrtölur eru ekki gagnrýni heldur uppgjöf. Hatur á þjóðmenningunni er ekki gagnrýni heldur vanmetakennd. Biskup og forseti gripu hvor með sínum hætti, í tilefni áramóta, á því falsi sem reynt er að selja sem gagnrýni en er uppdráttarsýki.

Hrunið leiddi af sér þessa uppdráttarsýki sem, vel að merkja, þótt hávaðasöm væri, skilgreindi ekki allt þjóðfélagið. Samhliða fölskum tón uppgjafar og vanmáttar ríkti eftir hrun samheldni þjóðar sem var staðráðin að vinna sig úr kreppu og eymd.

Skýrasta dæmið um samheldnina er að friður var á vinnumarkaði. Stéttir sem reyna að rjúfa þennan frið, flugmenn í fyrra og læknar núna, fá litlu áorkað.

Þjóðin hampar fremur þeim sem tala máli samstöðu en hatursfulla öfgafólkinu. Niðurstöður síðustu þingkosninga eru ótvíræður vitnisburður þar um.

 


mbl.is Minnti á það sem þjóðin hefur áorkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár Framsóknarflokksins

Framsóknarflokkurinn er deigla íslenskra stjórnmála. Stórsigur flokksins í borgarstjórnarkosningum í vor og efndir í haust á ,,móður allra kosningaloforða", leiðréttingunni, sýna að íslensk pólitík hverfist um Framsóknarflokkinn.

Landsmenn fengu staðfestingu á sterkri stöðu Framsóknarflokksins í gær þegar áramótaskaup RÚV var undirlagt umfjöllun um Sigmund Davíð, Vigdísi Hauks, Sveinbjörgu, Guðfinnu og Sigurði Inga. Aðeins Hanna Birna og Bjarni Ben. náðu að skjótast inn á milli framsóknaratriða.

Framsóknarflokkurinn er í þeirri öfundsverðu stöðu að leggja línurnar í pólitískri umræðu.  Vinstrimenn á hinn bóginn eru eltihrellar.

Vinstriflokkarnir þrífast á því að vera And-Framsóknarflokkurinn með því  að túlka stefnu Framsóknarflokksins út í öfgahyggju, samanber moskumálið, annars vegar og hins vegar ýkja kosningaloforð Sigmundar Davíðs og félaga úr hófi, eins og gert var í umræðunni um leiðréttingu á skuldum heimilanna. Í báðum tilvikum stórgræddi Framsóknarflokkurinn.

Sá sem stýrir málefnaumræðunni í stjórnmálum er ávallt skrefi á undan þeim sem bregðast við.

Sögulega er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur, sem vann ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvernig pólitískir vindar blésu. Undir þeim kringumstæðum var Framsóknarflokkurinn sjaldnast málsvaki heldur lagaði sig að ráðandi pólitískri orðræðu.

Nýtt hlutverk Framsóknarflokksins, að vera umræðuvaki stjórnmálanna, helst í hendur við breytta pólitík. Fyrirverðamikil umræðuefni fyrri tíðar, t.d. um hlutverk ríkisreksturs í efnahagskerfinu, víkja fyrir pólitík sem má kenna við sjálfsvitund.

Við hrunið beið sjálfsvitund Íslendinga hnekki. Framsóknarflokkurinn fann sig í því hlutverki að endurreisa sjálfsvitund þjóðarinnar. Vinstrimenn í And-Framsóknarflokknum fóru þá leið að hatast við allt sem íslenskt er; þeir töluðu niður fullveldið, krónuna og getu Íslendinga til að vera þjóð meðal þjóða.

Ár Framsóknarflokksins gætu orðið býsna mörg.


Bloggfærslur 1. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband