Skoðanaáhlaup: taka mann og annan niður

Í krafti netsins eiga fleiri tækifæri að tjá sig milliliðalaust við almenning en nokkru sinni fyrr. Stóraukinn fjöldi bloggsvæða og umræðuvefja leiðir til breiðari umræðu og fjölskrúðugri sjónarmiða, - eða svo skyldi ætla.

Samhliða vexti netmiðla er orðin áberandi önnur þróun sem miðar fremur að einsleitni en fjölbreytni; áróðri fremur en upplýsingu; upphrópunum fremur en umræðu.

Skoðanaáhlaup er þegar fundið er skotmark, sem getur verið einstaklingur, félag, fyrirtæki eða stofnun, og liði bloggara, netmiðla og fjölmiðla er stefnt á skotmarkið. Einatt er tilgangurinn ekki að skiptast á skoðunum eða bregða ljósi á málefni eða draga fram valkosti heldur að ,,taka einhvern niður."

Skoðanaáhlaup eru hönnuð í sama skilningi og múgsefjun. Einhverjir ríða á vaðið, hrópa slagorð og gerast vígólmir. Áhlaupsfólkið er ekki alltaf það sama en kemur gjarnan úr hópi sem er pólitískur og býr yfir kunnáttu í fjölmiðlun. Ef vel tekst til renna fleiri á bragðið líkt og hýenur og úr verður fullveðja skoðanaáhlaup.

Í stjórnmálum eru skoðanaáhlaup áhrifarík leið að berja á andstæðingum. En það verður seint sagt að skoðanaáhlaup bæti umræðumenninguna eða lýðræðið.


mbl.is Spyr hvort tjáningafrelsið sé bara fyrir réttar skoðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynduð og sönn múslímavædd Evrópa

Vel innan við tíundi hver íbúi Evrópu er múslími. Á hinn bóginn fjölgar þeim hratt. Árið 1990 voru tíu milljónir múslíma í Evrópu en 20 árum seinna voru þeir orðnir 17 milljónir.

Tæpur þriðjungur íbúa Birmingham er múslímskur á meðan hlutfall múslíma er í öllu Bretlandi er innan við fimm prósent.

Múslímar í Evrópu samtímans eru flestir þangað komnir eftir seinna stríð þegar skortur var á vinnuafli. Nú skortir Evrópu ekki vinnuafl lengur, atvinnuleysi er þar viðvarandi um tíu prósent og upp úr. Verulegur skortur er á barnsfæðingum sem mun leiða til hnignunar evrópskra samfélag - ef ekkert verður að gert. Reynslan sýnir að múslímar eru duglegri að fjölga sér en ekki-múslímar í Evrópu.

Saga múslíma í Mið-Austurlöndum og Evrópu er samtvinnuð frá miðöldum, þegar Múhameð spámaður hleypti af stokkunum eingyðistrú í samkeppni við kristni. Á tímum krossferðanna tóku kristnir víglínu trúarbragðanna til Landsins helga. Í dag er enn barist fyrir botni Miðjarðarhafs með trúarlegri réttlætingu.

Evrópumenn aftrúuðust eftir frönsku byltinguna fyrir meira en 200 árum og standa nokkuð ráðþrota gagnvart múslímum sem halda í þá fyrnsku að trú skuli miðlæg í opinberu lífi.

Er Evrópa múslímavædd? Svarið er bæði já og nei, fer eftir sjónarhorni.

 

 


mbl.is Birmingham „alfarið múslímsk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð daðrar ekki við fasisma

Einn fárra Íslendinga sem var í Frakklandi og ræddi við þarlenda um Parísaródæðið er Haraldur Sigurðarson eldfjallafræðingur. Honum segist svo frá:

Eins og kunnugt er, þá voru öfgamennirnir, sem unnu hryðjuverkin í París í síðustu viku allir á skrá hjá lögreglu, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum, sem vafasamir einstaklingar. Þeim hefið til dæmis aldrei verið hleypt inn til Bandaríkjanna. Fangelsun án laga og réttar er auðvitað eitt af fyrstu skrefum til fasisma, en margir Frakkar líta ekki á það sem stórt vandamál. Þeir vilja að ríkið geri eitthvað róttækt í málinu, til að forðast slíka atburði í framtíðinni. 

Á meðan Frakkland daðrar við fasisma vegna múslímskra öfgamanna er skiljanlegt að leiðtogar Evrópuríkja sem glíma við sambærilegt vandamál flykkist til Frakklands að fá línuna.

Ísland á hinn bóginn notar fullveldi sitt til að stöðva ógnina af múslímum við landamærin. Forsætisráðherra Íslands þarf ekki að daðra við fasisma.


mbl.is Þekktist ekki boð Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband