Einar Kára gengur í Framsókn

Varaformaður Vg, Björn Valur Gíslason, fullyrðir að Framsóknarflokkurinn sé búinn að eignast DV. Með því að Einar Kárason rithöfundur og margstimplaður samfylkingarmaður er kominn á DV hlýtur Einar að vera orðinn framsóknarmaður, samkvæmt rökleiðslu varaformannsins.

Hræringarnar í kringum DV og uppgangur fjölmiðlaveldis, sem Björn Ingi Hrafnsson er skrifaður fyrir en Jón Ásgeir stendur á bakvið, er mest viðskiptapólitískur en minna flokkspólitískur.

Viðskiptapólitískur veruleiki málsins er sá að 365-miðlar eru úr sér gengin viðskiptahugmynd. Helstu tekjupóstar 365-miðla eru áskriftarsjónvarp og fríblaðaútgáfa. Áskriftarsjónvarp er dautt eftir tilkomu efnisveitna á netinu. Fríblaðaútgáfa þrífst á auglýsingum sem óðum færast á netmiðla.

Fjölmiðlahluti 365-miðla hverfur inn í samsteypu auðmanna ásamt DV og Eyjunni-Pressunni. Varaformaður Vg fær hland fyrir hjartað, ekki vegna fákeppni auðmanna á fjölmiðlamarkaði, heldur sökum þess að hann óttast að vinstriflokkarnir missi spón úr aski sínum. Maður stórra hugsjóna, hann Björn Valur.


mbl.is Einar Kárason ráðinn á DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2; heimska og fátækt

Áskrift að Stöð 2 kostar kr. 8.490 á mánuði. Áskrift að Netflix kostar þúsund krónur á mánuði. Hafi maður ekkert við tímann gera annað en að horfa á sjónvarp er hægt að kaupa áskrift að hulu fyrir annan þúsundkall en samt átt sex þúsund og tæpar fimmhundruð í afgang.

Heimskan dýpkar og fátæktin eykst ef maður kaupir sportpakka Stöðvar 2 á kr. 13.990 til að horfa á fótbolta. Það er hægt að horfa ókeypis á fótbolta á netinu.

Ársáskrift að sportpakkanum leggur sig á tæpar 170 þúsund krónur. Maður þarf að vera með vel yfir 200 þúsund krónur í laun fyrir skatta til að hafa efni á þeirri heimsku; þetta er meira en atvinnuleysisbætur í heilan mánuð.

Stöð 2 verður að geyma áskriftarlista sinn í læstri hvelfingu; ef listinn kemst í umferð er mannorð margra í hættu.


mbl.is Þúsund króna hækkun á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband