Stiglitz og Jónas; hagfræði, hagvöxtur og heimska

Efnahagspólitík heimskunnar ræður ríkjum á alþjóðavísu, segir Joseph E. Stiglitz og vill að stjórnvöld hætti að prenta peninga til að leysa vandann sem í grunninn er eftirspurn.

Stiglitz, sem er stórkanóna í hagfræðinni, segir ríkisstjórnir um heim allan verða að stórauka framkvæmdir til að kynda undir eftirspurn í hagkerfinu og skapa þannig hagvöxt.

Jónas okkar Kristjánsson er á hinn bóginn í hlutverki hyggna búmannsins sem sér í gegnum kjaftavaðalinn í kringum hagvöxtinn.

Hagvöxtur er skilgreindur þannig að sóun og eyðsla auka hann en ráðdeild og sparnaður draga úr hagvexti. Greining hyggna búmannsins er betri vegvísir til framtíðar en sóunarfræði stórkanónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það skondna er, að það er talið merki um það að Evrópa sé á rangri leið að þar skuli ekki vera hagvöxtur. Og samt hefur Japan þraukað í áraraðir án þessa mikla tilbeiðlsugoðs, sem hinn óendanlegi og veldishlaðni hagvöxtur er. 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2015 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband