Neikvæðni og græðgi; Samfylking og Baugur

Svavar Alfreð Jónsson hittir naglann á höfuðið eins og oft áður:

Hin gráðuga sál er óseðjandi og þess vegna er hún aldrei ánægð með neitt. Græðgin lýsir sér í stöðugri ófullnægju. Mettur maður og sáttur er ekki lengur gráðugur. Eigi að viðhalda græðginni þarf að pumpa upp neikvæðnina og halda jákvæðninni í skefjum.

Samfylkingin er höfuðból neikvæðninnar á Íslandi og Baugur græðgisvæðingar; Samfylkingin þáði stórfé frá Baugi og þar með er staðfest hringrás græðgi og neikvæðni.


RÚV og forsetaframboð Jóns Gnarr

Jón Gnarr stefnir á forsetaframboð 2016. Hann situr nú við skriftir, ætlar að gefa út bók næstu jól og birtast í sjónvarpsþáttum í aðdraganda forsetakosninganna.

Ef RÚV kaupir sjónvarpsþætti Jóns tekur ríkisfjölmiðillinn með beinum hætti þátt í stjórnmálum.

Ríkisfjölmiðill sem tekur beinan þátt í stjórnmálum getur ekki verið á framfæri almennings.

 

 


mbl.is Jón Gnarr skrifar handrit sjónvarpsþátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 ógnir fyrir tilvist ESB

Fjórar tilvistarógnir steðja að Evrópusambandinu: flóttamannavandinn, vandræðin með evruna, deilur við Rússland og vöxtur stjórnmálaflokka sem andsnúnir eru Evrópusambandinu. Á þessa leið hljómar greining 18 ungra þýskra blaðamanna sem sóttu heim ólíka hluta ESB.

Blaðamennirnir reka vefsíðu, generation seperation, til að koma á framfæri upplýsingum um stöðu mála í Evrópusambandinu. Meðal áherslupunkta eru atvinnuleysi i Suður-Evrópu, einkum hjá ungu fólki; á Ítalíu virkar ekkert nema mafían. Evran heldur uppi atvinnuleysi og er með ríkisfjármál Suður-Evrópu í spennitreyju.

Í Austur-Evrópu er staðan önnur. Þar reka deilurnar við Rússa smáríkin við Eystrasalt í faðm Evrópusambandsins. Litháar taka upp evru til að bindast traustari böndum Vestur-Evrópu en ekki vegna ágætis gjaldmiðilsins.

Stóraukinn flóttamannastraumur til Evrópu er byrði á þjóðarútgjöldum móttökuríkja og skapar þjóðfélagsástand ótta og upplausnar sem öfgaöfl notafæra sér.

Bretland er á leiðinni úr Evrópusambandinu. Áhrifin af brotthvarfi Breta eru ekki fyrirséð en þó má slá föstu að fordæmið eykur á lausungina á meginlandinu.

Þýsku blaðamennirnir sjá fátt jákvætt í spilunum fyrir Evrópusambandið árið 2015 enda tröllauknar áskoranir sem sambandið stendur frammi fyrir.

Íslendingar mega prísa sig sæla að vera ekki þátttakendur í vandræðagangi Evrópusambandsins.

 


Bloggfærslur 2. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband