Þóra býr til frétt um tómarúm Þorsteins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður á Stöð 2 bjó til frétt úr pistli Þorsteins Pálssonar sem vill Ísland inn í ESB-ríkið sem logar stafnanna á milli.

Fréttatilbúningur Þóru heldur ekki máli enda spyr hún ekki Þorstein um ástandið í sæluríkinu ESB heldur tekur upp spuna hans um meint tómarúm í stefnu ríkisstjórnarinnar.

Fréttahönnun af þessu tagi er hrein og klár pólitík klædd í fréttabúning.

 


Múslímaklerkur bannar snjókarl

Í héraðinu Tabuk í Saudi-Arabíu, nálægt landamærum Jórdaníu, snjóaði en það gerist ekki oft. Fjölskyldufaðir í héraðinu vildi vita hvort það samrýmdist múlímatrú að búa til snjókarl. Hann sneri sér til klerksins Mohammed Saleh al-Munadschid til að fá úrskurð þar um.

Úrskurðurinn, kallaður fatwa, var ótvíræður: það sammrýmist ekki trú múslíma að búa til snjókarl enda felur það í sér myndgerð manneskju og það samrýmist ekki trúnni. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu ætlaðri til að ráðleggja múslímum trúarlegt líferni.

Úrskurðurinn er þýskum blaðamanni Die Welt tilefni til að fjalla um trúarlega leiðsögn múslíma. Nánast hver sem er getur orðið múslímaklerkur enda enginn miðlægur aðili sem veitir trúarlega forystu, líkt og páfinn meðal kaþólikka og biskupar í lútherskum þjóðkirkjum.

Múslímaklerkar eru fyrirferðamiklir í ríkjum araba á kostnað annarra s.s. menntamanna og blaðamanna. Hófsöm öfl sem reyna að samhæfa trú og veraldarhyggju mega sín lítils gagnvart bókstafstrúnni.

Múslímar í araheiminum finna til vanmmáttar gagnvart öllu vestrænu og eru ginnkeyptir fyrir áróðri vopnaðra öfgasamtaka um heilagt stríð gegn vesturlöndum.

Trú sem bannar snjókarla en lofar hryðjuverk á ýmislegt óuppgert við sjálfa sig.


mbl.is Al-Qaeda hvarf í skuggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband