Björn Valur spinnur, Árni Páll flissar og Össur gasprar

Stjórnarandstaðan á alþingi Íslendinga er einkum spuni, fliss og gaspur. Björn Valur Gíslason varaformaður Vg spann úr fyrirsögn mbl.is spuna sem átti að setja forsætisráðherra í neikvætt ljós.

Forsætisráðherra varaði við umræðumenningunni hér á landi, sagði

Það sem við þurf­um á að halda er meiri rök­ræða um staðreynd­ir, um þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau. Semsagt raun­veru­leg póli­tísk rök­ræða og minna af hatri.

Björn Valur fabúleraði um eitthvað sem forsætisráherra sagði ekki, Árni Páll formaður Samfylkingar flissaði og Össur Skarphéðinsson greip frammí með ósannindum sem í ofanálag komu umræðuefninu ekkert við. 

Þessir þrír stjórnarandstöðuþingmenn eru hluti af kreppu þjóðþingsins og stjórnmálaumræðunnar. 

 

 


mbl.is Árni Páll sprakk úr hlátri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Fyrirsögnin á Mbl.is var „Þjóðin læri af lekamálinu". Hvers konar spuni var það að spyrja hvað Sigmundur Davíð átti við með því?

Mbl.is hefur birt viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni. Fyrirsögninni "Þjóðin læri af lekamálinu" hefur ekki verið breytt. Ertu að gefa í skyn, Páll, að Mbl.is hafi „fabúlerað um það sem forsætisráðherra sagði ekki"?

Wilhelm Emilsson, 27.1.2015 kl. 19:36

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Lastu viðtalið, sem mbl birti Wilhelm? Hvar í því stendur að SDG hafi sagt þessi orð?

mbl.is birti viðtalið í heild og þeir sem nenna að lesa það komast að því að hann hefur alla tíð haldið fram sannleika málsins, að hann hafi ekki sagt að þjóðin ætt að læra af leka málinu, heldur að menn gætu lært af því. Þar gefur hann annars vegar í skyn stjórnmálamenn og hins vegar fjölmiðlamenn.

Það þarf ekki mikla lærdómskunnáttu til að lesa greinina og skilja hana, þó sumir sem vilja selja sig dýrt á grundvelli menntunnar telji sig geta fullyrt eitthvað allt annað!!

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2015 kl. 21:22

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það væri gagnlegt og gaman, Gunnar, að gera smá tilraun: láta 100 lesendur, valda af handahófi, lesa það sem Sigmundur Davíð sagði og meta hvort fyrirsögn blaðamanns var spuni eða ekki.

Wilhelm Emilsson, 27.1.2015 kl. 22:15

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki sé ég mikið um "staðreynd­ir" hjá sdg - mest bara þessi svokölluðu tækifæri sem bíða allstaðar.

Rafn Guðmundsson, 28.1.2015 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband