Fjármálaráðherra vissi ekki að ríkið ætti banka

Um Samfylkinguna er sagt að þangað safnist fólkið með minnsta fjármálavitið. Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingar staðfestir orðsporið af fjármálaólæsi krata.

Katrín sté í pontu á alþingi og spurð með þjósti hvenær íslenska ríkið hafi átt Arion banka og Íslandsbanka. Henni var bent á ríkisreikning 2008 þar sem stendur svart á hvítu að ríkið leysti bankana til sín.

Í stað þess að viðurkenna fjármálaóvitaskapinn segir Katrín fyrrum fjármálaráðherra fúsk að ríkið hafi átt bankana.

Ríkið átti alla þrjá bankana; Landsbankann, Íslandsbanka og Arion árið 2009 þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. tók völdin á Íslandi. Í lok kjörtímabilsins átti ríkið aðeins einn banka, Landsbankann.

Hvað varð um hina tvo? Hverjir fengu þá banka á hvaða verði? Hvers vegna voru þeir ekki seldir í opnu ferli?

 


Kjánaorðræða ASÍ og SA

Maður sem ræður sig til vinnu hjá hinu opinbera fær útborgað samkvæmt launatöflu, sem er opinber. Í undantekningatilfellum er samið um fasta óunna yfirvinnu. Maður sem ræður sig til vinnu hjá fyrirtæki fær ekki útborgað samkvæmt launatöflu nema í undantekningatilfellum. Nær alltaf er um að ræða yfirborgun, jafnvel fyrir sumarstarfsmenn.

Munurinn liggur í því að kjarasamningar opinberra starfsmanna eru hámarkslaun en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lágmarkslaun.

Talsmenn ASÍ og SA halda uppi kjánaorðræðu um að ríki og sveitarfélög ríðið á vaðið með hækkun launa sinna starfsmanna. Svo er ekki. Nær ekkert atvinnuleysi er á almenna markaðnum og vantar víða fólk. Það veldur launaskriði sem mótar alla launaþróun í landinu.

Fyrirtæki eru í harðri samkeppni um starfsfólk. Mörg hver hafa samband við skólafólk nú þegar til að tryggja sér starfskrafta í sumar. Samningsstaða launþega er sterk undir þessum kringumstæðum.

Kjánaorðræða ASÍ og SA er ekki í neinum tengslum við veruleikann.


mbl.is Stefna friði á vinnumarkaði í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband