Týnda hægrið er aula hægrið - flytur Benedikt J. til útlanda?

Benedikt Jóhannesson er ESB-sinni sem hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlar að stofna flokk með því framtíðarnafni ,,Viðreisn". Skýrsla samin fyrir Benedikt fær umfjöllun í samfylkingarútgáfunni Kjarnanum undir fyrirsögninni Týnda hægrið með þessari skilgreiningu

einn hópur sem finnur sér hvergi heimili í því þjóðfélagi sem er í þróun hér á landi og það eru hófsamir hægri menn og allt að því jafnaðarmenn – „týnda hægrið.“

Hæfilegra nafn á þennan hóp er aula hægrið sem ekki getur gert upp á milli þess að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Bjarta framtíð.

Sérstaklega fyndið atriði í skýrslunni, sem huldufyrirtækið Verdicta er skráð fyrir, er hótun um landflótta tvístígandi miðaldra fólks.

Þá segir að þessi hópur fólks íhugi í auknum mæli að flytjast af landi brott, því þeim finnist margt í stjórnun landsins andstætt þeirra grunngildum um hvernig landið eigi að þróast.

Þvílíkur missir það yrði fyrir okkur að miðaldra fólk í leit að lífsfyllingu skuli hverfa af landi brott. Við sofnum ekki vært í nótt með þessa ógn yfir okkur. Og hvaða land ætli sé framtíðarland íslenska aula hægrisins?

 

 

 

 


Fréttablaðið er ruslpóstur

Fréttablaðið kemur óumbeðið innum póstlúgur íbúa höfuðborgarsvæðisins og er sem slíkt ruslpóstur.

Á ritstjórnartíð Gunnars Smára Egilssonar stóð til að dreifa helgarblaðinu eingöngu í þær póstlúgur þar þess var óskað. Fréttablaðið dreifði límmiðum í því skyni í öll hús með þeim skilaboðum að ef fólk festi ekki upp límmiðann fengi það ekki helgarútgáfuna. Fæstir settu upp límmiðann og Fréttablaðið hætti við þessa tilraun.

Skiljanlega er viðkvæmt á ritstjórn Fréttablaðsins að gera frétt um ruslpóst.


mbl.is Frétt Maríu Lilju var stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er fyrirgefið - samt gefumst við ekki upp

Myndin á forsíðu Charlie Hebdo trompar textann sem fylgir. Myndin er af spámanninum, sem múslímar leggja bann við að sé myndgerður.

Textinn fyrir ofan myndina eru skilaboð um fyrirgefningu en myndin sjálf er andspyrna við þá hugsun að trúarsetningar séu ofar tjáningarfrelsi.

Snjallir menn, þeir sem standa að Charlie Hebdo. 


mbl.is Hvað þýðir forsíða Charlie Hebdo?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hf.

Læknar fengu launakröfum sínum framgengt sökum sterkrar stöðu, þeir geta jú ráðið sig til Noregs og Svíþjóð (þótt laun þar hafi lækkað um 10% sl. ár) og stuðningi frá stjórnarandstöðu og fjölmiðlum sem létu eins og náttúruhörmungar stæðu fyrir dyrum.

Ísland hf. hefur ekki efni á 30% launahækkun á línuna. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að leiða almenningi fyrir sjónir að engar viðlíka hækkanir eru í boði fyrir aðrar starfsstéttir.

En jafn augljóst er að án nokkurra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði verða þar launahækkanir. Það er vegna þess að á Íslandi er ekkert atvinnuleysi og eftirspurn eftir fólki. Við getum þakkað krónunni og fullveldinu þá ánægjulegu stöðu mála.

Skammtímasamningar, þar sem læknasamningar verða vegnar og metnir í yfirvegun annars vegar og hins vegar almenn þróun efnahagskerfisins, eru skynsamlegasta niðurstaðan í vetur.


mbl.is Myndi valda kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband