RÚV býr til marga ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum

Fréttastofa RÚV ætlar að stunda ESB-áróður í umfjöllun afturköllun á aðildarumsókn. RÚV skáldar upp andstöðu ,,margra" þingmanna Sjálfstæðisflokksins við afturköllun. Í frétt RÚV segir

Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa margir efasemdir um hvort tímabært sé að leggja slíka tillögu fram nú

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru 19. Ef ,,margir" þingmenn eru á móti afturköllun ESB-umsóknar þá hefur það farið furðu hljótt.

Fréttastofa RÚV vísar ekki í neinar heimildir í fréttinni. Fréttin er tilbúningur í þágu ESB-áróðursins og heldur ekki máli sem fréttamennska.


Dauð umsókn helsta von vinstrimanna

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á ESB-ferlinu áramótin 2012/2013. Í kosningum þá um vorið fengu ESB-flokkarnir Samfylking og Björt framtíð samtals 21 prósent atkvæða (12,8 plús 8,2).

Úrslit þingkosninganna voru að þeir flokkar sem boðuðu afturköllun ESB-umsóknar og að Ísland væri betur komið utan ESB en innan fengu hreinan meirihluta.

Umsóknin sem vinstriflokkarnir lögðu til hliðar þegar þeir voru í meirihluta, 2009 til 2013, er orðin helsta von þeirra í pólitík árið 2015.

Pólitík vinstrimanna er að veifa fremur röngu tré en öngvu. Maður hálfpartinn vorkennir þeim.


mbl.is Tillaga um slit innan fárra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðjað á fall evrunnar

Evran mun falla að verðgildi í ár og fara mögulega niður fyrir bandaríkjadal að verðmæti, gangi spár eftir.

Útflutningsiðnaður Evrópu mun hagnast á rýrari evru, og til þess er leikurinn gerður. Á hinn bóginn er harla ólíklegt að hagvöxtur taki við sér á meginlandinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hagvaxtarspá sína fyrir Evrópu og var ekki úr háum söðli að detta. 

Verðfall evrunnar er ekki góðkynja heldur sjúkdómseinkenni á hagkerfi sem ekki sér til lands.


mbl.is Hækkun á hlutabréfamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis peningar bjarga ekki evrunni

Eftir fimm daga kjósa Grikkir þing sem vill ekki borga skuldir sínar. Eftir tvo daga tilkynnir Seðalbanki Evrópu um kaup á ríkisskuldabréfum upp á um 500 milljarða evra.

Grikkir vilja ekki borga skuldi sínar vegna þess að þeir standa ekki undir þeim. Seðlabanki Evrópu ætlar að búa til ókeypis peninga til að koma efnahagslífi meginlandsins í gang.

Geta þá ekki ókeypis peningar bjargað Grikkjum með skuldir sínar?

Nei, ókeypis peningar duga ekki til vegna þess að á evru-svæðinu ríkir verðhjöðnun. En það felur í sér að verð á vöru og þjónustu lækkar og skatttekjur dragast saman. Skuldir á hinn bóginn hækka sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og því gengur verr að borga af þeim.

Evru-hagkerfið er í vítahring samdráttar og verðhjöðnunar með skuldaáþján sem ætlar allt lifandi að drepa. Og á Íslandi eru snillingar í Samfylkingunni sem vilja gera okkur aðila að þessu bandalagi uppdráttarsýkinnar.


mbl.is Varar Grikki við að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband