Áróðursstríð ESB gegn Íslandi

Öðrum þræði er það aumkunarvert að stórveldi eins og Evrópusambandið haldi úti teiknimyndapersónu í áróðursskyni.

Hinum þræðinum er það hrollvekjandi hve Brusselbáknið er tilbúið að ganga langt í ómálefnalegum málflutningi.

Í áróðrinum glittir í þá hótun að viðskiptahagsmunir Íslands séu í húfi ef við göngum ekki inn í Evrópusambandið.

Þetta er einfaldlega óboðlegt.


mbl.is Ofurhetja varar Sigmund við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarninn vill vörn BÍ fyrir vinstriblaðamennsku

Kjarninn er vinstriútgáfa á netinu, Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar og Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingar, eru meðal eigenda. Kjarninn gengur býsna langt í að búa til heimsmynd í þágu Samfylkingar.

Vinstriblaðamennska tröllríður svo íslenskum fjölmiðlum að vinstrimönnum þykir sjálfsagt að Blaðamannafélag Íslands grípi í taumana vakni minnsti grunur að eigendur fjölmiðla séu ekki af réttri pólitískri sort.

Vinstriblaðamennska reiðir sig oft á fréttafalsanir til að hanna opinbera umræðu. Og nú ætla vinstrimenn að beita Blaðamannafélagi Íslands fyrir sér til að kæfa þá blaðamennsku sem ekki er til vinstri. 


mbl.is Tekist á um nafnleysingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópsk mótmæli gegn íslam

Mótmælin í Þýskalandi gegn yfirgangi múhameðstrúar eru undir formerkjum evrópskra föðurlandsvina. Skammstöfun mótmælanna, PEGIDA, stendur fyrir Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes: Evrópskir föðurlandsvinir gegn múhameðstrúarvæðingu Vesturlanda.

Í Þýskalandi er talað um að mótmælin gætu rifið í sundur samfélagsfriðinn. Stjórnmálamenn hvetja til andstöðu við PEGIDA.

Uppgangur þjóðernissinna í Evrópu síðustu ár er iðulega undir formerkjum þjóðar gegn alþjóðvæðingu og innflytjendastraumi, sbr. Le Pen feðginin í Frakklandi, UKIP í Bretlandi og Sannir Finnar í austri.

PEGIDA-mótmælin eru á hinn bóginn kynnt sem evrópsk gegn islam. Það er önnur vídd. 

 


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn íslam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttinn við pólitískt æðistkast Össurar

Báðir ríkisstjórnarflokkarnir sögðu kjósendum fyrir kosningar að umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 yrði afturkölluð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að umsóknin skuli afturkölluð.

Það eina sem tefur afturköllunina er óttinn við æðiskast fyrrverandi utanríkisráðherra og aðalhöfundar ESB-umsóknarinnar, Össurar Skarphéðinssonar, og félaga hans í stjórnarandstöðunni.

Helstu rök Össurar eru að Sjálfstæðisflokkurinn gæti klofnað ef ESB-umsóknin yrði afturkölluð. Og eins og alþjóð veit er Össuri sérstaklega umhugað um velferð Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Glórulaust að ganga ekki frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband