Engin hagfræðirök fyrir evru

Engin hagfræðileg rök er fyrir upptöku evru á Íslandi. Aðrir gjaldmiðlar, t.d. norska krónan eða kanadískur dollar, væru raunhæfari kostur að mati Lars Christen­sen, yf­ir­manns grein­ing­ar­deild­ar Danske Bank.

ESB-sinnar á Íslandi flagga evrunni sem meginröksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar evru-rökin reynast ónýt er ekkert eftir.

Var umsóknin ekki ábyggilega afturkölluð í gær?


mbl.is Frekar Kanadadollar en evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlast, svínakjöt og múslímsk aðlögun

Þýskur lagaprófessor við háskólann í Bonn leggur til að harðari refsingar verði teknar upp vegna guðlasts enda eiga margir múslímar erfitt að umbera trúarlegt skop.

Þýskur blaðamaður Die Welt ræðir tillögu lagaprófessorsins og vitnar m.a. til þess að múslímum finnst ógeð að svínakjöt sé á boðstólum í mötuneytum og veitingahúsum (þýskir eru hrifnir af þessum mat). Á þá ekki að banna svínakjötsát?

Spurningin snýst um hvort múslímar aðlagist vestrænum gildum eða öfugt; að vestræn gildi víki fyrir múslímskum. Í Þýskalandi er risin upp hreyfing, PEGIDA, gegn múslímavæðingu Evrópu. Skal engan undra.


ASÍ launalögga og forstjóralaunin

ASÍ notar laun lækna til að réttlæta óábyrgar launakröfur félagsmanna sinna. Læknar starfa hjá ríkinu og eru ekki hluti almenna vinnumarkaðarins. Forstjórar landsins, á hinn bóginn, eru upp til hópa á almenna vinnumarkaðnum.

ASÍ stjórnar lífeyrissjóðunum til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Lífeyrissjóðirnir eru eigendur að stórum hlut í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. ASÍ væri í lófa lagið að beita sér fyrir því að launavísitala forstjóranna yrði opinber og þannig mætti fylgjast með þróun þeirra launa sem eru á sama vinnumarkaði og félagsmenn ASÍ.

ASÍ gerir ekkert til að fylgjast með þróun forstjóra og millistjórnenda fyrirtækja en tekur sér fyrir hendur að vera launalögga sem herjar á lækna. ASÍ ætti að líta sér nær.

 


mbl.is Læknar með fjórfaldar dagvinnutekjur verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband