Vinstridráttur ríkissaksóknara

Hæstiréttir hundskammar embætti ríkissaksóknara fyrir að standa sig ekki í einföldum kynferðisbrotamálum og valda skaða á réttarkerfinu.

Afglöp ríkissaksóknara stafa af rangri forgangsröðun. Embættið undir forystu Sigríðar Friðjónsdóttur eyðir tíma og starfsþreki í pólitískra leiðangra, samanber lekamálið fræga, þar sem tilgangurinn er ekki að bæta samfélagið heldur að slá pólitískar keilur. Á meðan sitja á hakanum mál sem varða kynferðisafbrot.

Sigríður fékk embættið frá Jóhönnustjórinni í þakklætisskyni fyrir saksókn á hendur fyrrum forsætisráðherra, Geirs H. Haarde.


mbl.is Fundið að drætti hjá ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-sinnar fá aðra sjónvarpsstöð

Ný sjónvarpsstöð sem skartar andliti samfylkingarþingmannsins fyrrverandi, Sigmundar Ernis Rúnarssonar, verður með helstu talsmenn ESB-aðildar Íslands sem dagskrárgerðarmenn, Þorstein Pálsson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Fyrir áttu ESB-sinnar sjónvarpsstöð, RÚV, sem einnig útvarpar skoðunum aðildarsinna.

Er ekki tímabært að Heimssýni hugi að sjónvarpsútsendingum?


mbl.is Sigmundur Ernir dagskrárstjóri á nýrri sjónvarpsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaðurinn við EES-samninginn

Tímabært er að endurskoða EES-samninginn sem gerður var í flýti um miðjan síðasta áratug síðustu aldar og felur í sér sjálfvirka innleiðingu ESB-réttar í íslensk lög.

Við eigum hvorki að fjölga í ráðuneyti utanríkismála né efla móttökugetu stjórnsýslunnar fyrir laga- og reglurétt sem aðeins að takmörkuðu leyti á erindi hingað til lands.

Norðmenn, sem líkt og við eru aðilar að EES-samningunum, eru áhugasamir að endurskoða samninginn. Það er leiðin sem á fara.

Utanríkisráðherra, sem ekki áttar sig á stöðu Íslands, er ekki í réttu starfi. 


mbl.is Kostnaðarsöm mannfæð í stjórnkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín hjálpar Grikkjum að sprengja evru-áþjánina

Evran er pólitískt verkefni Evrópusambandins með veika efnahagslega undirstöðu. Þessa staðreynd ætlar ný ríkisstjórn Grikklands að færa sér í nyt í bandalagi við Pútín forseta Rússlands.

Markmið Grikkja er að fá stóran afslátt af skuldum sínum við aðrar evru-þjóðir. Vegna Úkraínudeilunnar er Evrópusambandið í deilum við Rússa sem birtist m.a. í viðskiptabanni. Þýskir fjölmiðlar segja nýja ríkisstjórn Grikklands nána Rússum og ætlar að tala máli Rússa innan ESB.

Valdakerfi ESB byggir á samstöðu. Ef eitt ríki, þótt lítið sé, eins og Grikkland, rýfur þessa samstöðu skapast vandræði. Undir venjulegum kringumstæðum er viðkomandi ríki ýmist mútað eða hótað til að fylgja yfirlýstri stefnu ESB.

En nú stendur þannig á að ekki er hægt að hóta Grikkjum, þeir eru fyrir í óþolandi stöðu. Og múturnar, sem Grikkir krefjast, stórfelldur afsláttur af evru-skuldum, er meira en ESB hefur efni á sökum fordæmisins sem slík niðurstaða væri öðrum skuldugum evru-þjóðum.

Tspiras, nýi sterki maðurinn í Aþenu, ætlar að læsa klónum saman við Pútín til að ná fram pólitískum markmiðum sínum gagnvart ráðandi öflum í ESB. Tspiras er róttækur vinstrimaður en fyrir í vinahópi Pútíns í ESB-ríkjum er t.d. María Le Pen foringi hægrimanna í Frakklandi og eindreginn andstæðingur evrunnar.

Evran verður Evrópusambandinu dýrkeypt áður en yfir lýkur.


mbl.is Grískir bankar hljóta útreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband