Ásmundur stækkaður til 'ann verði auðveldra skotmark

Fæstir myndu segja að Ásmundur Friðriksson gæfi tóninn í pólitískri umræðu Sjálfstæðisflokksins. Á laugardag skrifaði Ásmundur færslu á feisbúkk sem var meiðandi í garð múslíma á Íslandi og lagði til óverjandi nálgun, sum sé að gruna tiltekinn þjóðfélagshóp um lögbrot sakir trúarsannfæringar hópsins.

Ef allt væri með felldu hefði feisbúkkfærslan fallið niður dauð líkt og mörg vanhugsuð ummæli gera. Kannski, þar sem í hlut á þingmaður, hefði verið rétt að finna út hvort eitthvað væri á bakvið málið s.s. umræða í þingflokki eða drög að þingmáli. Það ber að hafa í huga að orð Ásmundar féllu á feisbúkk ekki á ræðustól í alþingi.

En það er ekki allt með felldu. Ný gerð af þjóðfélagsumræðu ryður sér til rúms þar sem spila saman pólitískir spunakarlar, bloggarar, netmiðlar og fjölmiðlar. Markmiðið í þessari umræðu er ekki að upplýsa eða skiptast á skoðunum heldur að gera aðsúg að fólki og flokkum.

Um helgina voru gerðar myndir af Ásmundi með ummælunum og þeim komið í rafræna dreifingu. Ungir jafnaðarmenn eru skráðir fyrir myndinni og þar feisbúkkfærslan orðin að beinni tillögu um ofsóknir gegn minnihlutahópi og spurt: ,,Er þetta hinn ,,frjálslyndi" Sjálfstæðisflokkur?"

Ásmundur er gerður að helsta talsmanni Sjálfstæðisflokksins í málefnum innflytjenda til að auðveldara sé að 'tak'ann niður'. RÚV spilaði með og kallaði þingmanninn í viðtal í hádeginu. Bloggarar, einkum af vinstri vængnum, og netmiðlar af sama sauðahúsi lögðu í púkkið.

Ásmundur og Sjálfstæðisflokkurinn eru þannig orðnir að allsherjarskotskífu óteljandi miðla fyrir sakir vanhugsaðrar feisbúkkfærslu. Þetta skoðanaáhlaup heppnaðist fullkomlega.


mbl.is Má ekki drepa sendiboðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundur um launamál

Hvað eru sanngjörn laun? Hvernig á að meta menntun til launa? Hvernig á að meta reynslu til launa? Á að meta það til launa að ungt fólk er með þyngri greiðslubyrði (börn og húsnæði) en eldra fólk?

Ofangreindar spurningar og margar fleiri ætti að ræða á þjóðfundi um launamál.

Eflaust yrði ekki ein niðurstaða af slíkum fundi heldur margar. En orð eru til alls fyrst og löngu tímabært að við eigum sem samfélag ítarlegt samtal um laun.


mbl.is „Hvað halda menn að gerist núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Andri og hlæjandi múslímar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein til varnar tjáningarfrelsinu vegna Parísaródæðanna. Greinin er skörp á mannlegt eðli en mögur á mátt trúarinnar. 

Kjarni vanda sambýlis múslíma og ekki-múslíma á vesturlöndum er eftirfarandi: vestræn gildi eru trúlaus og trúin skipar aðeins táknrænan sess í opinberu lífi.

Meginhugsun múslímatrúar gengur út á að trúin sé miðlæg í samfélaginu og móti löggjöf og réttarfar. Hlutlægar rannsóknir á múslímskum samfélögum staðfesta þessa meginhugsun. Til áréttingar þessari niðurstöðu kemur sú staðreynd að þau ríki þar sem múslímar eru í meirihluta hafna vestrænum mannréttindum, eins og þau eru skráð í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og hafa með sér sérstakan sáttmála, Kairó-yfirlýsinguna, sem gerir múslímatrú ráðandi en vestræn mannréttindi, t.d. jafnrétti kynjanna, víkjandi.

Trú er eðli málsins samkvæmt innsta sannfæring mannsins. Okkur á vesturlöndum, sem ekki eru múslímar, finnst það heldur langsótt að heyja stríð í nafni trúar enda veraldleg hugsun okkur töm. En það var sú tíð að kristnir herjuðu bæði á múslíma og heiðingja í nafni trúar. Krossfarirnar á miðöldum eru þekktasta dæmið.

Trúaður maður fórnar lífi sínu fyrir eilífðina. Vandinn á vesturlöndum, þar sem samfélög múslíma skjóta rótum, er sá að leiðsögnin sem margir trúarleiðtogar veita gengur út á að tryggja framgang trúarinnar í veraldlegu samfélagi. Af þessu leiða átök enda vestrænt veraldlegt samfélag ósamrýmanlegt trúarsamfélagi múslímatrú eins og hún er iðkuð.

Guðmundur Andri mun bíða um hríð eftir því að múslímar hlægi með honum að myndum af spámanninum.

 


Bloggfærslur 13. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband