Hamingjan er aukaafurð

Enginn er hamingjusamur fyrir hádegi en óhamingjusamur eftir hádegi. Nema, auðvitað, viðkomandi verði fyrir hræðilegri lífsreynslu milli tólf og eitt. Hamingja er ekki dagspartur af vellíðan.

Sá sem sækist eftir hamingjunni mun ekki höndla hana. Eðli hamingjunnar er að hún fæst ekki með eftirsókn eftir henni. Og enginn gerir annan hamingjusaman; hún verður til innra með einstaklingnum.

Hamingjan er aukaafurð sem verður til þegar einstaklingurinn er vinnur að öðrum verðugum markmiðum, eins og að standa sig í námi eða vinnu eða í fjölskyldu sinni og samfélagi.


mbl.is Hvernig verðurðu hamingjusamari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn rifjar upp reiði Egils Helga

Egill Helgason álitsgjafi og RÚV-ari skrifaði harðort bréf til alþjóðlegrar stofnunar sem flokkar ríki eftir spillingu. Agli fannst stofnunin ekki nógu hörð gagnvart Íslandi; landið væri mun spilltari en einkunn stofnunarinnar gæfi til kynna.

Björn Bjarnason rifjar upp þessi skrif Egils frá haustinu 2009. Þau eru áminning um hugarfarið eftir hrun, einkum vinstrimanna. Ísland er ónýtt, var viðkvæðið.

Þetta hugarfar hratt okkur út í leiðangra sem hefðu betur ekki verið farnir: að borga Icesave, að sækja um ESB-aðild og að henda stjórnarskránni.

Reiðin litaði dómgreindina, við sjáum það núna. Ábyggilega líka Egill Helga.


Trump vinsælli en Obama

Donald Trump fær 50 prósent stuðning bandarískra kjósenda. Þetta er í fyrsta sinn sem hann nær 50 prósent fylgi frá í júní á síðasta ári.

Obama fráfarandi forseti var með 45 prósent stuðning þegar jafn langt var liðið á kjörtímabil hans, samkvæmt Telegraph.

Trump verður líklega í framboði við næstu kosningar, haustið 2020.


mbl.is Trump talaði um skallablettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingamengun, lýðræði og ábyrgð háskóla

Rektor ,,vék sér­stak­lega að upp­lýs­inga­meng­un sem græfi und­an lýðræði í heim­in­um" í brautskráningarræðu í Háskóla Íslands.

Falsfréttir eru ein útgáfa ,,upplýsingamengunar". Tillögur eru um að loka á Facebook-fréttir til að takmarka falsfréttir.

En málið er flókið. Hlutlægar og málefnalegar upplýsingar eru orðnar vandfundnar. Hlutlæg blaðamennska á undir högg að sækja, jafnvel að hún sé búin að vera.

Háskólar bera nokkra sök á ,,upplýsingamengun" samtímans. Í háskólum varð vinsæl sú kenning, kennd við póstmódernisma, að enginn sannleikur sé til, aðeins skoðanir/túlkanir á veruleikanum og engin leið sé að gera upp á milli þeirra. Sem sagt; valkvæðar staðreyndir og enn valkvæðari túlkun á þeim. Slíkar kenningar enda vitanlega í vitleysu, ,,upplýsingamengun" er vægt orð um forheimskun póstmódernisma.


mbl.is Íslendingar uppræti úrelt viðhorf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmennska, vælukjóar og morð

Karlmennska er í skotlínunni eftir síðustu skotárásina í bandarískum unglingaskóla. Í New York Times er grein sem grætur týnda kynslóð karla án þess að nefna ofverndunaráráttu síðustu áratuga og þátt hennar í að ala upp hjárænur.

Heldur raunsærri er greining byggð á boðskap Jordan Peterson, sem kennir ungum körlum að hysja upp um sig brækurnar, hætta að kenna öðrum um ófarir sínar, betrumbæta líf sitt en bíða ekki eftir ölmusu.

Huglausu morðingjarnir í bandarískum skólum, og Breivik í Útey, eru iðulega vesalingar sem vonast til að geta sér nafn með illvirkjum. Þeir eru karlkyns en ekki karlmenn.


mbl.is „Krakkarnir eru það sem hefur breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling: falsfréttir sósíalista

Lögmaður sósíalistaframboðs í verkalýðsfélaginu Eflingu hannaði í samstarfi við fjölmiðla falsfrétt um að framboðum til stjórnar félagsins væri mismunað. Í frétt frá Eflingu segir:

Það vekur furðu að lögmaðurinn skuli kvarta undan því að fá ekki afgreiðslu erindis nokkrum klukkustundum eftir að það er sent. Erindi sent stjórn verður ekki afgreitt af öðrum en stjórn.

Félagið hafnar algerlega þeirri fullyrðingu að framboðum til stjórnar sé mismunað með einhverjum hætti. Það er ekkert í kynningu framboðanna, hvorki á heimasíðu Eflingar né í kynningarefni Fréttablaðs Eflingar eða í sérstöku sameiginlegu kynningarefni framboðanna sem styður þá fullyrðingu, enda allt unnið í fullu samráði við bæði framboðin, án efnislegrar aðkomu og afskipta stjórnar og skrifstofu félagsins. Allur texti er byggður á staðreyndum. 

Á sósíalista verður ekki logið. Þeir kunna undirróður.


7,3 % kauphækkun er arðrán í munni sósíalista

Síðustu 12 mánuði hækkaði kaup um 7,3 prósent. Sósíalistar í verkalýðshreyfingunni tala um ,,græðgisvæðingu yfirstéttarinnar".

Yfirstéttin á Íslandi er fremur slöpp í arðráninu fyrst hún leyfir yfir sjö prósent kauphækkun.

Sósíalistaorðræðan í verkalýðshreyfingunni lýsir hugarórum en ekki veruleikanum.


mbl.is Vilja stöðva „græðgisvæðingu yfirstéttarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun á réttarkerfinu

Fyrir liggur að hælisleitandi sem hingað kom á fölskum forsendum, þóttist barn en er fullorðinn, og margbraut lög með því að reyna ítrekað að gerast laumufarþegi.

Viðkomandi var settur í fangelsi þar sem hann hélt áfram að vera til vandræða og lenti í átökum við samfanga.

Loks var falski hælisleitandinn sendur úr landi. En nú skal hann aftur fluttur til landsins, væntanlega á kostnað skattborgara til að réttargæslumaður hans, sem er líka kostaður af skattfé, fái tækifæri að mjólka ríkið um tvær milljónir króna.

Augljóst er að réttarkerfið er misnotað og almenningur borgar brúsann.


mbl.is 2 milljóna króna bótakrafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arion er eitraða peðið

Óopinbert leyndarmál viðskiptalífsins er að íslenska einkaframtakinu er ekki treystandi til að eiga banka. Af því leiðir er ekki pólitískur vilji til að ríkið leysi til sín bankakerfið og selji það síðan einkaaðilum. Sporin hræða.

Arion var að hluta í eigu útlendinga og þénugt að þeir keyptu hann allan. Hugsunin, sem enginn sagði upphátt, var þessi: frekar útlendir hrægammar en íslenskir bankahálfvitar.

Þegar útlendingarnir eignast Arion að fullu stendur ríkið eftir með tvo banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Á næstu fimm til tíu árum sést hvernig útlendingarnir spila úr sínum málum. Ríkið fylgist með og metur hvort ástæða sé til að hraða eða hægja á einkavæðingu Íslandsbanka en geymir Landsbankann sem lengst í þjóðareigu. Það er skynsemi í þessari nálgun.

Lífeyrissjóðirnir vildu ekki snerta á Arion, ríkið ekki heldur. Ástæðan er einföld. Fjármálakerfið hrundi 2008, og þjóðin varð nærri gjaldþrota, vegna þess að íslenska einkaframtakið kunni sér ekki hóf í græðgi og spillingu. Í ofanálag keypti einkaframtakið heilu og hálfu stjórnmálaflokkana til að auðvelda sér siðlausa og glæpsamlega fjárplógsstarfsemi í formi bankaviðskipta. Sporin hræða.

 


mbl.is „Innihaldslaust blaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMS og sjálfvirkir rifflar; menning og ómenning

11 ungmenni deyja daglega í Bandaríkjunum vega umferðaslysa sem verða vegna þess að ökumenn skrifa sms-skilaboð í símann. Á ári eru þetta yfir 4000 ótímabær dauðsföll ungmenna. SMS-dráp í umferðinni eru talin nær óstöðvandi faraldur.

Álíka margir deyja árlega í Bandaríkjum vegna umferðaslysa og af völdum skotvopna, rúmlega 33 þúsund.

Ástæðan fyrir því að sms-dráp ungmenna eru ekki aðalfréttir helstu fjölmiðla er að síminn er talinn nauðsynlegur hlutur menningarinnar. Skotvopn aftur þykja ómenning. En í Bandaríkjunum eru ekki allir sama sinnis. Fyrir marga þarlenda eru skotvopn hluti af því að vera Bandaríkjamaður.


mbl.is „Hún var myrt í síðustu viku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband