Stjórnmálaflokkum fækkar; Dögun, Björt framtíð, Viðreisn úr sögunni

Björt framtíð er búin að vera sem stjórnmálaafl, Dögun býður ekki fram í vor og Viðreisn reynir að sameinast vinstriflokkum.

Eftirhrunið rótaði upp í flokkakerfinu, kjósendur voru tilbúir að gefa nýjum framboðum tækifæri til að láta ljós sitt skína.

En framboð nýrra stjórnmálaafla reyndist meira en eftirspurnin.

 


Trump aldrei vinsælli

Donald Trump fær meira fylgi í vinsældamælingu en hann fékk mælt í atkvæðum við forsetakjörið fyrir rúmu ári. Vinsældir Trump má að líkindum rekja til þess að efnahagur Bandaríkjanna blómstrar.

Umdeildar skattalækkanir forsetans bæta hag launafólks, þvert á spár, atvinnuleysi er minna en í langan tíma og hagvöxtur traustur.

Annar lestur á vinsældamælingunni er að andstæðingum forsetans mistókst að teikna á hann rússneska hala og klær.


mbl.is Vinsældir Trumps ekki meiri í tæpt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kortér í gjaldþrot Viðreisnar

Þegar fyrirtæki stendur á barmi gjaldþrots reynir það iðulega að komast í samstarf við önnur fyrirtæki. Til að gera einhver verðmæti úr rekstrinum. Til að bjarga því sem bjargað verður fyrir stærstu hluthafana.

Stærstu hluthafarnir í Viðreisn eru fyrrum sjálfstæðismenn. Þeir leita til vinstriflokkanna í von um að bjarga sér frá gjaldþroti. Allir vinstriflokkarnir koma til greina. En alls ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Hvers vegna?

Jú, vegna þess að nær allt fylgi Viðreisnar mun skila sér til Sjálfstæðisflokksins. Það vita stærstu hluthafarnir í Viðreisn. Þeir eru aðeins að hugsa um að bjarga eigin skinni og komast í valdastöðu í skjóli vinstriflokka. Áður en gjaldþrotið verður gert opinbert.


mbl.is Í viðræðum um sameiginleg framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband