Trump eignast stjórnmálaflokk

Donald Trump var frambjóðandi á eigin vegum þegar hann hóf kosningabaráttu sína. Hann sigraði aðra frambjóðendur í forvali Repúblíkanaflokksins en flokkurinn stóð hvergi nærri sameinaður að baki honum.

Nú er öldin önnur, segir BBC. Repúblíkanar fylkja sér um Trump og ætla að styðja hann til endurkjörs 2020.

Á meðan dunda demókratar sér við Rússahatur, sem ekki skilar mörgum atkvæðum.


mbl.is Trump ræður kosningastjóra fyrir 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn sigrar borgina

Endurnýjaður Sjálfstæðisflokkur er í stórsókn í Reykjavík. Borgarstjóraefni flokksins, Eyþór Arnalds, er líklegur að láta til sín taka og borgarbúum líkar það vel eftir vinstrimoðsuðu úrræðaleysis síðustu ára.

Spurningin er hverjir stjórnar með Sjálfstæðisflokkum, ef til þess kemur.

Samfylkingin vill gjarnan komast inn úr kuldanum í landsmálum og mun gera hosur sínar grænar fyrir móðurflokknum. Aftur er Sjálfstæðisflokkurinn með vænt grænt í Vg og ætti ekki endilega að skipta því út fyrir samfóisma.


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit eða ekki Brexit

Annað hvort ganga Bretar úr Evrópusambandinu með Brexit, og framfylgja þar með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2016, eða þeir hætta við útgöngu og gerast fullgild ESB-þjóð á ný. Það er enginn millivegur.

Á þessa leið skrifar Vernon Bogdanor stjórnmálafræðingur í Guardian.

Bogdanor ræðir hvorttveggja EES-lausnina, sem Ísland er aðili að, og tollabandalag ESB við Tyrki og hafnar þeim leiðum fyrir Breta. Bogdanor segir ekki til neitt sem heitir ,,mjúkt" Brexit.

Rökin eru eflaust rétt hjá Bogdanor. En reynslan sýnir að rök eru ekki ráðandi í Evrópusambandinu, ef þeim hefði verið fylgt væri evran ekki til í núverandi mynd. Ær og kýr Brussel er pólitík. Af því leiðir verður fundin lausn á Brexit, sem skilur báða aðila eftir ósátta og málefnin í nokkurri óreiðu. Það er eðli ESB-samstarfsins.


Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband