Krónan með rothögg á Samfylkinguna

Samfylkingin í heilu lagi, bæði fyrir og eftir hrun, fordæmdi krónuna. Eftir hrun sagði forysta Samfylkingar að krónan færi ekki úr höftum næstu mannsaldra.

En fljótlega eftir hrun sýndi krónan sig að vera hvað stöðugasti gjaldmiðill í heimi.

Einn af fáum heilbrigðu gjaldmiðlum í Evrópu býr krónan við eðlilega stýrivexti. Flestir aðrir gjaldmiðlar í álfunni, evran sérstaklega, búa við kreppuástand og núllvexti ef ekki mínusvexti.

Mun Samfylkingin biðja krónuna og þjóðina afsökunar á stanslausum fúkyrðaflaumi alla þessa öld? Líklega ekki. Samfylkingin er ekki nógu stór í sniðum að viðurkenna mistök.


mbl.is Krónan aftur á lista Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fitufordómar í fótbolta

Fokið er í flest skjól. Blessaðir drengirnir sem leika sér í fótbolta milljónum til skemmtunar mega ekki bera örðu af spiki án þess að fá á sig skammir.

Ekki einu sinni hómerísk sigurkollspyrna Virgils frá Dýki bjargar honum frá einelti þar sem einangrun beinagrindar er sögð í þykkara lagi.

Endar þetta ekki með því að fótboltastrákarnir fái útlit eins og heróínfíklar, ekkert nema skinn og bein?


mbl.is „Þarf að losa sig við nokkur kíló“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi viðskila við þjóðina - þingmenn axli ábyrgð

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings yfir 70 prósent þjóðarinnar. Á alþingi er það þó helst að frétta að minnihlutinn gerir hávaða af minnsta tilefni til að hindra eðlileg þingstörf.

Stjórnarandstaðan leggur svo hart að sér í að setja þingstörf í uppnám að pírataþingmaðurinn Halldóra Mogensen er búin á því á kvöldin.

Er ekki kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð og sýni þjóðinni og vinnustaðnum tilhlýðilega virðingu?


mbl.is Rúm 70% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband