Efling: falsfréttir sósíalista

Lögmaður sósíalistaframboðs í verkalýðsfélaginu Eflingu hannaði í samstarfi við fjölmiðla falsfrétt um að framboðum til stjórnar félagsins væri mismunað. Í frétt frá Eflingu segir:

Það vekur furðu að lögmaðurinn skuli kvarta undan því að fá ekki afgreiðslu erindis nokkrum klukkustundum eftir að það er sent. Erindi sent stjórn verður ekki afgreitt af öðrum en stjórn.

Félagið hafnar algerlega þeirri fullyrðingu að framboðum til stjórnar sé mismunað með einhverjum hætti. Það er ekkert í kynningu framboðanna, hvorki á heimasíðu Eflingar né í kynningarefni Fréttablaðs Eflingar eða í sérstöku sameiginlegu kynningarefni framboðanna sem styður þá fullyrðingu, enda allt unnið í fullu samráði við bæði framboðin, án efnislegrar aðkomu og afskipta stjórnar og skrifstofu félagsins. Allur texti er byggður á staðreyndum. 

Á sósíalista verður ekki logið. Þeir kunna undirróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband