Hamingjan er aukaafurð

Enginn er hamingjusamur fyrir hádegi en óhamingjusamur eftir hádegi. Nema, auðvitað, viðkomandi verði fyrir hræðilegri lífsreynslu milli tólf og eitt. Hamingja er ekki dagspartur af vellíðan.

Sá sem sækist eftir hamingjunni mun ekki höndla hana. Eðli hamingjunnar er að hún fæst ekki með eftirsókn eftir henni. Og enginn gerir annan hamingjusaman; hún verður til innra með einstaklingnum.

Hamingjan er aukaafurð sem verður til þegar einstaklingurinn er vinnur að öðrum verðugum markmiðum, eins og að standa sig í námi eða vinnu eða í fjölskyldu sinni og samfélagi.


mbl.is Hvernig verðurðu hamingjusamari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn rifjar upp reiði Egils Helga

Egill Helgason álitsgjafi og RÚV-ari skrifaði harðort bréf til alþjóðlegrar stofnunar sem flokkar ríki eftir spillingu. Agli fannst stofnunin ekki nógu hörð gagnvart Íslandi; landið væri mun spilltari en einkunn stofnunarinnar gæfi til kynna.

Björn Bjarnason rifjar upp þessi skrif Egils frá haustinu 2009. Þau eru áminning um hugarfarið eftir hrun, einkum vinstrimanna. Ísland er ónýtt, var viðkvæðið.

Þetta hugarfar hratt okkur út í leiðangra sem hefðu betur ekki verið farnir: að borga Icesave, að sækja um ESB-aðild og að henda stjórnarskránni.

Reiðin litaði dómgreindina, við sjáum það núna. Ábyggilega líka Egill Helga.


Bloggfærslur 25. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband