Blaðamenn eru almannatenglar

Þegar dagar flokksblaðamennsku voru taldir, svona í kringum 1990, stóðu vonir til að blaðamennskan yrði faglegri. Flokksblaðamennskan var góð fyrir sinn hatt. Flokksblöðin kynntu stjórnmál og heimssýn til samræmis við stefnu þeirra flokka sem þau fylgdu að málum.

En fagmennskan varð aldrei. Íslenskir blaðamenn lentu undir hrammi auðjöfra af ýmsum sortum, létu fagmennsku lönd og leið urðu málpípur viðskiptahagsmuna.

Eftir hrun og netbyltingu losnaði um hreðjatök auðmanna á fjölmiðlum og flóran varð fjölbreyttari. En fagmennskan náði sér ekki strik. Fréttir urðu ekki nákvæmari, efnismeiri eða hlutlægari heldur að skoðanakenndu froðusnakki þar sem ekki má á milli sjá hvort maður les færslu á samfélagsmiðli eða fjölmiðli.

Blaðamenn urðu almannatenglar, skrifa upp skoðanir eftir pöntun og kalla fréttir. Enda leita þeir fastri ábúð hjá ráðsettum stofnunum. Sem almannatenglar.

Blaða- og fréttamenn kalla sig fjórða valdið og þykjast tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar. En án fagmennsku eru þeir það sem heiðvirðir blaðamenn kölluðu almannatengla hér áður: lygarar til leigu.


Rökin fyrir EES eru hrunin

Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins við Kanada kippir stoðunum undna EES-samningnum milli okkar og Norðmanna annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins.

Opinber stefna ESB hingað til er að bestu viðskiptakjör í Evrópu bjóðist þeim þjóðum sem eru innan ESB en þau næstbestu þjóðum á EES-svæðinu. Nú liggur fyrir að fríverslunarsamningur ESB við Kanada býður betri kjör en EES-samningurinn.

Margvíslegt óhagræði er fyrir okkur að sitja uppi með EES-samninginn. Í gegnum samninginn þurfum við að taka upp ýmsar íþyngjandi reglur frá ESB.

Bretar líta til fríverslunarsamnings ESB við Kanada sem fyrirmynd að uppgjöri við ESB eftir Brexit. En hnífurinn stendur í kúnni þar sem bankaviðskipti eru annars vegar. Ísland þarf ekki á sameiginlegu evrópsku bankaregluverki að halda. Iceave bólusetti okkur fyrir bankaútrás næstu 100 árin.

EES-samningurinn er kominn með síðasta söludag. Strax og Bretar hafa samið við ESB um stöðu mála eftir Brexit rennur EES-samningurinn út. Í stað þess að bíða ættu Íslendingar og Norðmenn að semja við ESB á grundvelli fríverslunarsamnings ESB og Kanada.


mbl.is Kanada nýtur betri kjara en Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband