Farðu að föndra, Þorsteinn

Stjórnlynt fólk vill að alþingi samþykki lög til að skipta sér sem mest af lífi okkar. Stjórnlyndir eru haldnir þeim misskilningi að fleiri lög bæti samfélagið.

Lagafjöldi segir ekkert um velferð þjóðríkja. Þess vegna er fjöldi laga ekki mælikvarði í alþjóðlegum samanburði ríkja heldur þættir eins og lífslíkur, hagvöxtur, menntun, tekjudreifing og fleiri slíkir. Engum dettur í hug að telja lög í því samhengi.

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar er stjórnlyndur. Hann líkir málafæð á þingi við hráefnisskort í fiskvinnslu. En alþingi er ekki fiskvinnsla. Oft líkist málstofa þjóðarinnar leikskóla. Þegar fátt er á dagskrá þar má alltaf föndra. Þorsteinn gerði betur að finna sér eitthvað til föndurs fremur en að framleiða lög í akkorði.


mbl.is Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun og kjarasamningar eru sitthvað

Forsendur kjarasamninga kunna að vera brostnar en allt önnur ella er hvort launakjör séu óásættanleg. Almenni vinnumarkaðurinn, þar sem ASÍ-félög semja um laun, borgar ekki samkvæmt kjarasamningum, - þeir eru aðeins viðmið.

Hjá opinberum starfsmönnum, BHM, BSRB og kennurum eru laun borguð samkvæmt kjarasamningum. 

ASÍ þarf að útskýra hvaða forsendur eru brostnar. Það hljóta að vera aðrar forsendur en þær sem ríkja á vinnumarkaði opinberra starfsmanna, sem samþykktu 1,3 prósent launahækkun nýverið.


mbl.is Forsendur kjarasamninga brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holland er fríríki eiturlyfjaglæpa

Glæpahópar stjórna hollensku samfélagi í auknum mæli, segir í skýrslu samtaka hollenskra lögreglumanna. Frjálslynd löggjöf, sem leyfir hass og vændi, er orsök þess að Holland er miðstöð eiturlyfjasmygls í Evrópu og mansals.

Hollenska lögreglan ræður ekki við glæpahópana sem nota illa fengið fé til að koma sér fyrir á ólíkum sviðum samfélagsins, s.s. í heilsugæslu, ferðaþjónustu og á fasteignamarkaði.

Glæpahóparnir herja m.a. á aldraða og aðra sem standa höllum fæti. Aðeins um fimmtungur afbrota er kærður til lögreglunnar. Í skýrslunni kemur fram að auðvelt sé að kaupa leigumorðingja fyrir 400 þús. ísl. kr. en slík viðskipti voru óþekkt til skamms tíma.


Bloggfærslur 21. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband