Soros grefur undan Brexit

Aðaluppsláttur Telegraph í kvöld er að auðmaðurinn George Soros standi á bakvið herferð til að fá Breta að hætta við Brexit, úrsögn úr Evrópusambandinu.

Auglýsingaherferð og baktjaldamakk eiga að fá Breta til að kjósa á ný um Brexit en úrsögnin var samþykkt í þjóðaratkvæði 2016.

Soros er þekktastur fyrir að fella pundið á síðustu öld með spákaupmennsku. Hann stundar pólitík jafnhliða auðssöfnun og eru Píratar á Íslandi meðal þeirra sem þiggja ölmusu frá auðmanninum.


Ekkert liggur á að selja bankana

Íslenskir auðmenn settu allt bankakerfið í þrot á sjö árum, 2000 til 2007. Frá hruni eru liðin tíu ár og ekki búið að loka þrotabúum bankanna.

Ríkið á meira og minna bankakerfið í heild sinni. Nokkur þrýstingur er að selja banka, einkum Arion. 

En það liggur ekkert á. Þótt ekki sé æskilegt að ríkið eigi viðskiptabanka til lengri tíma litið er engin ástæða til að rasa um ráð fram. Við vitum hvernig síðast fór.


mbl.is Vinna hvítbók um fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsk uppreisn gegn fjölmenningu

Danir nenna ekki lengur fjölmenningu. Hún grefur undan samheldni þjóðarinnar og býr til menningarkima sem eiga það til að fyrirlíta allt danskt, nema kannski danska velferð.

Bann gegn andlitsblæjum er eitt dæmi um uppreisnina. Annað dæmi, nokkuð eldra, er auglýsingaherferð um útlendingar, sem koma til Danmerkur til að setjast upp á vinnandi fólk, séu ekki lengur velkomnir.

Þriðja dæmið er nýlegt; danskir sósíaldemókratar leggja til að sjálftöku flóttamanna linni. Nú skulu þeir sækja um uppihald í Danmörku frá þeim ríkjum þar sem þeir eru staðsettir en ekki mæta á danska grund og heimta sinn rétt.


mbl.is Danir vilja banna andlitsblæjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband