Arion er eitraða peðið

Óopinbert leyndarmál viðskiptalífsins er að íslenska einkaframtakinu er ekki treystandi til að eiga banka. Af því leiðir er ekki pólitískur vilji til að ríkið leysi til sín bankakerfið og selji það síðan einkaaðilum. Sporin hræða.

Arion var að hluta í eigu útlendinga og þénugt að þeir keyptu hann allan. Hugsunin, sem enginn sagði upphátt, var þessi: frekar útlendir hrægammar en íslenskir bankahálfvitar.

Þegar útlendingarnir eignast Arion að fullu stendur ríkið eftir með tvo banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Á næstu fimm til tíu árum sést hvernig útlendingarnir spila úr sínum málum. Ríkið fylgist með og metur hvort ástæða sé til að hraða eða hægja á einkavæðingu Íslandsbanka en geymir Landsbankann sem lengst í þjóðareigu. Það er skynsemi í þessari nálgun.

Lífeyrissjóðirnir vildu ekki snerta á Arion, ríkið ekki heldur. Ástæðan er einföld. Fjármálakerfið hrundi 2008, og þjóðin varð nærri gjaldþrota, vegna þess að íslenska einkaframtakið kunni sér ekki hóf í græðgi og spillingu. Í ofanálag keypti einkaframtakið heilu og hálfu stjórnmálaflokkana til að auðvelda sér siðlausa og glæpsamlega fjárplógsstarfsemi í formi bankaviðskipta. Sporin hræða.

 


mbl.is „Innihaldslaust blaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMS og sjálfvirkir rifflar; menning og ómenning

11 ungmenni deyja daglega í Bandaríkjunum vega umferðaslysa sem verða vegna þess að ökumenn skrifa sms-skilaboð í símann. Á ári eru þetta yfir 4000 ótímabær dauðsföll ungmenna. SMS-dráp í umferðinni eru talin nær óstöðvandi faraldur.

Álíka margir deyja árlega í Bandaríkjum vegna umferðaslysa og af völdum skotvopna, rúmlega 33 þúsund.

Ástæðan fyrir því að sms-dráp ungmenna eru ekki aðalfréttir helstu fjölmiðla er að síminn er talinn nauðsynlegur hlutur menningarinnar. Skotvopn aftur þykja ómenning. En í Bandaríkjunum eru ekki allir sama sinnis. Fyrir marga þarlenda eru skotvopn hluti af því að vera Bandaríkjamaður.


mbl.is „Hún var myrt í síðustu viku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússagrýlan er amerísk falsfrétt

Bandaríkin skipta sér reglulega af innanríkismálum annarra ríkja. Allt frá því að styrkja með fjárframlögum pólitísk öfl sem hliðholl eru bandarískum hagsmunum yfir í innrás í ríki sem teljast óvinveitt Bandaríkjunum.

Þetta er það sem stórveldi gera, segir í bandarísku íhaldsútgáfunni American Conservative. Þar er rifjað upp að bandaríkin hafi með leynilegum aðgerðum skipt um stjórnvöld í eftirfarandi ríkjum: Íran, Guatemala, Suður-Víetnam, Chile, Nikaragua, Grenada, Serbía, Írak, Líbýa, Sýrland og Úkraínu. 

Þrátt fyrir þessa sögu, eða kannski vegna hennar, eru Bandaríkin haldin þeirri þráhyggju að Rússland undir Pútín séu sérstaklega illskeytt með því að setja upp nokkrar vefsíður til að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.

Sitjandi forseti Bandaríkjanna er beinlínis sakaður um að vera kjölturakki Pútín. Annars væri Trump ekki jafn umhugað og raun ber vitni að verða vinur Pútin, er skrifað í útgáfum sem teljast marktækar í umræðunni.

Á þessum grunni er búin til grýla um að Rússland stefni að heimsyfirráðum. En Rússland er óvart umkringt bandarískum Nató-herstöðvum. Grýlusagan um heimsyfirráðastefnu Rússa er best heppnaða falsfrétt allra tíma.


Bloggfærslur 22. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband