Móðganir og hatursorðræða

Aflétting á móðgunarbanni gagnvart útlenskum þjóðhöfðingjum og erlendum erindrekum er eflaust þarfasta mál.

Aftur er verra að þingmenn ætla ekki að afnema lög sem leyfa lögreglu og saksóknara að sækja til saka þá sem halla orði að fólki sem kallar sig minnihlutahóp og þykist ofsóttur með hatursorðræðu.

Hatursorðræða er aðeins annað orð yfir móðgun. Og það má móðga, þjóðhöfðingja sem aðra.


mbl.is Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstur þingmanna, símtöl þeirra og ferðalög

Almenningur á vitanlega að fylgjast með þingmönnum í rauntíma. Hvar þeir eru og hverja þeir hitta; fá aðgang að sím- og tölvunotkun þjóna almennings. Og - auðvitað - ferðalögum.

Píratar eru sérstaklega áhugasamir um persónueftirlitið. Þeir hljóta að ríða að vaðið og setja sjálfir á sig ökklaband í þágu gegnsæis.

Fyrirséður prófíll á dæmigerðum Pírata: tölvuleikir um nætur, símtal við styrktarsjóði George Soros um hádegi, síðdegisrölt um kaffihús í hverfi 101. Akstur utan höfuðborgarinnar er Reykjanesbraut á leið í flugvél til útlanda á kostnað skattgreiðenda.


mbl.is Allt um aksturskostnað á nýjum vef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdabarátta lamar ASÍ

Uppreisn VR gegn forystu Alþýðusambandsins og stjórnarkosningar í Eflingu lama almennu verkalýðshreyfinguna, sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga í kjaramálum.

Á meðan BHM-félögin gera kjarasamning er ekkert að frétta af ASÍ. Munurinn er sá að BHM glímir ekki við innanmein á meðan hver höndin er upp á móti annarri í ASÍ.

Í ASÍ er tekist á um raunsæi forystunnar annars vegar og hins vegar popúlisma andófshópa, sem m.a. kenna sig við sósíalisma, og boða afturhvarf til stéttabaráttu liðins tíma.


mbl.is Alls óákveðið hjá ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband