Ekkert sumar á Sýrlandi

Tyrkneski herinn réðst inn í Afrin-héraðið í Norður-Sýrlandi til að hrekja þaðan hersveitir Kúrda. Til að verja héraðið taka Kúrdar upp samvinnu við sveitir Assad Sýrlandsforseta.

Assad er náinn bandamaður Rússa sem veita stjórnarhernum margvíslega aðstoð í lofti og láði. 

Hersveitir Tyrkja, sem eru að stórum hluta skipaðar sýrlenskum andstæðingum Assad, gætu átt von á harðri viðtöku sameinaðs herstyrks Kúrda og sýrlenska stjórnarhersins er nýtur stuðnings Rússa.

Die Welt gerir því skóna að borgarastyrjöldin í Sýrlandi verði flóknari þegar fyrrum andstæðingar, Kúrdar og Assad forseti, taka höndum saman.

Það verður ekkert sumar á Sýrlandi í ár.


Umskurður - Þorgeirsdómur

Á vesturlöndum ræður mannréttindatrú, en það eru veraldleg trúarbrögð um mannhelgi. Samkvæmt þeim eru inngrip í líf og limi einstaklings óheimil að honum fornspurðum.

Eldri en mannréttindatrú eru austræn trúarbrögð, misvinsæl á vesturlöndum, s.s. gyðingdómur, kristni og íslam. Í gyðingdómi og íslam tíðkast umskurður án heimildar einstaklingsins enda framkvæmdur á ómálga nýbura.

Fyrir þúsund árum stóðu Íslendingar frammi fyrir innleiðingu nýrra trúarbragða í heiðið samfélag. Þorgeir Þorkelsson, kenndur við Ljósavatn, var fenginn til að útkljá deilur kristinna og heiðinna. Niðurstaða hans var að allir skyldu taka skírn, verða kristnir a.m.k. að nafninu til, en þeir sem vildu enn blóta yrðu að gera það á laun. Jafnframt máttu þeir heiðnu stunda fóstureyðingar að fornum sið með barnaútburði og éta hrossakjöt en hvorttveggja var kristnum bannað. Við dóm Þorgeirs var unað.

Yfirfærður á samtímadeilur um umskurð yrði dómur Þorgeirs eftirfarandi: umskurður er bannaður en yfirvöld sjá í gegnum fingur sér þegar austræn trúarbrögð eiga í hlut og klippa forhúðina af sveinbörnum.

 


mbl.is Vonaði að kirkjan stæði með börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband