Arion er eitraða peðið

Óopinbert leyndarmál viðskiptalífsins er að íslenska einkaframtakinu er ekki treystandi til að eiga banka. Af því leiðir er ekki pólitískur vilji til að ríkið leysi til sín bankakerfið og selji það síðan einkaaðilum. Sporin hræða.

Arion var að hluta í eigu útlendinga og þénugt að þeir keyptu hann allan. Hugsunin, sem enginn sagði upphátt, var þessi: frekar útlendir hrægammar en íslenskir bankahálfvitar.

Þegar útlendingarnir eignast Arion að fullu stendur ríkið eftir með tvo banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Á næstu fimm til tíu árum sést hvernig útlendingarnir spila úr sínum málum. Ríkið fylgist með og metur hvort ástæða sé til að hraða eða hægja á einkavæðingu Íslandsbanka en geymir Landsbankann sem lengst í þjóðareigu. Það er skynsemi í þessari nálgun.

Lífeyrissjóðirnir vildu ekki snerta á Arion, ríkið ekki heldur. Ástæðan er einföld. Fjármálakerfið hrundi 2008, og þjóðin varð nærri gjaldþrota, vegna þess að íslenska einkaframtakið kunni sér ekki hóf í græðgi og spillingu. Í ofanálag keypti einkaframtakið heilu og hálfu stjórnmálaflokkana til að auðvelda sér siðlausa og glæpsamlega fjárplógsstarfsemi í formi bankaviðskipta. Sporin hræða.

 


mbl.is „Innihaldslaust blaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þannig að þú myndir vilja að RÍKIÐ ætti 13% hlutinn í Arion-banka áfram

og jafnvel  að kaupa upp fleiri hluti í honum?

Jón Þórhallsson, 22.2.2018 kl. 14:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 22.2.2018 kl. 15:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 22.2.2018 kl. 15:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 22.2.2018 kl. 15:23

5 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Að Evrópusambandið hafi haft burði til að bjarga bönkum annarra landa er eins og hver önnur ímyndun. Sannleikurinn er sá að seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda bankakerfi Evrópu á lífi með stórfelldum lánveitingum til evrópskra banka, þ.m.t. danskra banka. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað þá að láta íslensku bankana falla.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.2.2018 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband