Þingmenn sem málpípur fjölmiðla

Þingmenn koma æ oftar fyrir sem málpípur fjölmiðla. Áhrifavald fjölmiðla stórjókst, bæði vegna tæknibyltingarinnar og vantrausti á stjórnmálum eftir hrun, og þeir nota sér þörf þingmenna að komast í kastljósið.

Vægi fjölmiðla í umræðunni skilar til þeirra tekjum, bæði í formi auglýsinga og styrktarfjár. Ekki er ólíklegt að þingflokkar noti, beint eða óbeint, opinbera fjármuni til að styrkja fjölmiðla sem eru þeim hliðhollir. Ólíkt stjórnmálaflokkum þurfa fjölmiðlar ekki að gefa upp styrktaraðila sína.

Fjölmiðlar freista þess að auka vægi sitt með stórárásum á valin skotmörk, t.d. dómsmálaráðherra. Valdefling þingmanna stjórnarandstöðu og fjölmiðla gerist á sama vettvangi, opinberri umræðu. 


mbl.is Sigríður vildi birta gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálftími hálfvitanna í boði RÚV

Óundirbúnar fyrirspurnir og dagskrárliðurinn ,,fundarstjórn forseta" er kallaður hálftími hálfvitanna á alþingi.

Önnur frétt hádegisfréttatíma RÚV var sýnishorn af hálftíma háfvitanna í dag.

Ef ekki væri fyrir þjónustu RÚV í þágu almannaheilla væri hálftími hálfvitanna sjaldnar uppákoma á alþingi.


mbl.is „Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt líf

Snjalltæki og samfélagsmiðlar gefa kost á tvöföldu lífi. Allir eiga sitt raunverulega líf, þetta sem fólk byrjar á morgnana og gengur yfirleitt fyrir sig með hversdagslegum hætti.

Til viðbótar kemur lífið á samfélagsmiðlum, sem er brotakenndara enda sett saman af augnablikum með ljósmyndum, stöðufærslum og lækum. Það er enginn morgunn á samfélagsmiðlum þar sem fólk vaknar til að byrja nýjan dag. Lífið á samfélagsmiðlum tekur sér aldrei hvíld, þar er stöðugt áreiti allan sólarhringinn alla daga ársins.

Ungt fólk með sjálfsmynd sína í mótun verður eðlilega fyrir meiri áhrifum af lífinu á samfélagsmiðlum en þeir sem eldri eru. Fólk lærir inn á sig sjálft með samanburði við aðra. Ef samanburðurinn verður á milli hversdagslífsins annars vegar og hins vegar samfélagsmiðlalífs er hætt við að ranghugmyndir komist á kreik, bæði um eigið líf og annarra.


mbl.is „Þurfum við „læk“ til að líða vel?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband