Jafnađarlóan og Ágúst Ólafur

Ef krónan vćri međ stjórnmálaskođun yrđi hún kennd viđ samheldni og jöfnuđ. Ástćđan er sú ađ krónan jafnar lífskjörin upp ţegar vel árar en dreifir byrđum ţegar illa árar.

Auđmenn í Grikklandi vildu ekki fyrir nokkurn mun taka upp drökmu, grískan gjaldmiđil, ţegar evru-kreppan reiđ yfir 2008. Ţeir vildu eiga sitt á ţurru međ evrum en ekki leyfa gjaldmiđlinum ađ endurspegla grískan veruleika. Grikkir eru enn í evru-kreppu, tíu árum síđar.

Ágúst Ólafur snýr á haus veruleikanum ţegar hann segir krónuna gagnast auđmönnum en ekki almenningi. Krónan er sterk núna, eykur kaupmátt almennings. Eftir hrun var hún veik, og kaupmáttur allra skrapp saman en veik króna stuđlađi ađ sterkri viđspyrnu efnahagskerfisins.

Kreppan á Íslandi stóđ í fáeina mánuđi, en stendur enn í Grikklandi.

Međ ţví ađ berjast gegn krónunni grefur Samfylkingin undan samheldi ţjóđarinnar og beinlínis biđur um aukinn ójöfnuđ. Einu sinni stóđu kratar fyrir önnur og geđţekkari pólitísk gildi.


mbl.is „Eins og ađ vega ađ lóunni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Píratar ala á pólitísku hatri

Landsdómurinn yfir Geir H. Haarde var pólitískar ofsóknir, einelti ţar einn bakari var hengdur fyrir marga smiđi. Píratar óska sér fleiri landsdóma til ađ ofsćkja pólitíska andstćđinga.

Pólitísk ábyrgđ felst í ţví ađ stjórnmálamenn leggja verk sín reglulega fyrir dóm kjósenda. Ţađ er gagnvart kjósendum sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrst og fremst.

Píratar, á hinn bóginn, sćkjast eftir valdatćkjum - landsdómi - til ađ ţjóna lund sinni, sem er ađ ala á pólitísku hatri.


mbl.is Enginn vilji til ađ nýta landsdóm
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dauđi blađamennskunnar: fréttir verđa leiđarar

Í sígildri blađamennsku eru fréttir ađskildar frá skođunum, sem birtast í leiđurum og á umrćđusíđum. Fréttasíđur dagblađa greindu frá stađreyndum, en túlkanir (skođanir) á fréttum fóru fram á leiđarasíđum. Ekki lengur.

Í tímaritinu American Conservative er tekiđ dćmi af flaggskipi bandarískrar blađamennsku, New York Times, sem birtir á fréttasíđu leiđara um minnisblađ er varđar rannsókn á Trump forseta.

Á Íslandi ţekkjum viđ ţessi vinnubrögđ. Skođanir eru kynntar sem fréttir í fjölmiđlum eins og Kjarnanum, Stundinni og RÚV. Ástćđa ţessarar ţróunar er nćrtćk. Hefđbundnir fjölmiđlar misstu sérstöđu sína međ vexti og viđgangi netmiđla, ţ.e. samfélagsmiđla/bloggsíđna.

Til ađ bćta stöđu sína, missa ekki lesendur, gerđu hefđbundnir fjölmiđlar sig gildandi á sviđi samfélagsmiđla/bloggsíđna. En ţađ sviđ er umrćđa ţar sem stađreyndir og skođanir eru í belg og biđu. Á ţeirri vegferđ glatađist sígild blađamennska sem ađgreindi fréttir og skođanir.


Bloggfćrslur 8. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband