Jafnaðarlóan og Ágúst Ólafur

Ef krónan væri með stjórnmálaskoðun yrði hún kennd við samheldni og jöfnuð. Ástæðan er sú að krónan jafnar lífskjörin upp þegar vel árar en dreifir byrðum þegar illa árar.

Auðmenn í Grikklandi vildu ekki fyrir nokkurn mun taka upp drökmu, grískan gjaldmiðil, þegar evru-kreppan reið yfir 2008. Þeir vildu eiga sitt á þurru með evrum en ekki leyfa gjaldmiðlinum að endurspegla grískan veruleika. Grikkir eru enn í evru-kreppu, tíu árum síðar.

Ágúst Ólafur snýr á haus veruleikanum þegar hann segir krónuna gagnast auðmönnum en ekki almenningi. Krónan er sterk núna, eykur kaupmátt almennings. Eftir hrun var hún veik, og kaupmáttur allra skrapp saman en veik króna stuðlaði að sterkri viðspyrnu efnahagskerfisins.

Kreppan á Íslandi stóð í fáeina mánuði, en stendur enn í Grikklandi.

Með því að berjast gegn krónunni grefur Samfylkingin undan samheldi þjóðarinnar og beinlínis biður um aukinn ójöfnuð. Einu sinni stóðu kratar fyrir önnur og geðþekkari pólitísk gildi.


mbl.is „Eins og að vega að lóunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar ala á pólitísku hatri

Landsdómurinn yfir Geir H. Haarde var pólitískar ofsóknir, einelti þar einn bakari var hengdur fyrir marga smiði. Píratar óska sér fleiri landsdóma til að ofsækja pólitíska andstæðinga.

Pólitísk ábyrgð felst í því að stjórnmálamenn leggja verk sín reglulega fyrir dóm kjósenda. Það er gagnvart kjósendum sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrst og fremst.

Píratar, á hinn bóginn, sækjast eftir valdatækjum - landsdómi - til að þjóna lund sinni, sem er að ala á pólitísku hatri.


mbl.is Enginn vilji til að nýta landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði blaðamennskunnar: fréttir verða leiðarar

Í sígildri blaðamennsku eru fréttir aðskildar frá skoðunum, sem birtast í leiðurum og á umræðusíðum. Fréttasíður dagblaða greindu frá staðreyndum, en túlkanir (skoðanir) á fréttum fóru fram á leiðarasíðum. Ekki lengur.

Í tímaritinu American Conservative er tekið dæmi af flaggskipi bandarískrar blaðamennsku, New York Times, sem birtir á fréttasíðu leiðara um minnisblað er varðar rannsókn á Trump forseta.

Á Íslandi þekkjum við þessi vinnubrögð. Skoðanir eru kynntar sem fréttir í fjölmiðlum eins og Kjarnanum, Stundinni og RÚV. Ástæða þessarar þróunar er nærtæk. Hefðbundnir fjölmiðlar misstu sérstöðu sína með vexti og viðgangi netmiðla, þ.e. samfélagsmiðla/bloggsíðna.

Til að bæta stöðu sína, missa ekki lesendur, gerðu hefðbundnir fjölmiðlar sig gildandi á sviði samfélagsmiðla/bloggsíðna. En það svið er umræða þar sem staðreyndir og skoðanir eru í belg og biðu. Á þeirri vegferð glataðist sígild blaðamennska sem aðgreindi fréttir og skoðanir.


Bloggfærslur 8. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband