Stundarhroki - fjölmiðlar eru ekki lýðræðið

Stundin og Reykjavík Media telja sig handhafa lýðræðisins á Íslandi. Það er misskilningur. Lýðræðið er tvennt. Í fyrsta lagi virðing fyrir meginreglum, s.s. mannréttindum og tjáningarfrelsi. Í öðru lagi er lýðræðið stjórnskipun, formreglur um valdaskiptingu og hvernig deilumál skuli útkljáð.

Í deilu Stundarinnar/Reykjavík Media við þrotabú Glitnis er tekist á um mörk mannréttinda (persónuverndar) og tjáningarfrelsis. Dómstólar úrskurða um deiluefnið.

Í nafni tjáningarfrelsis ráðast Reykjavík Media, þá í samstarfi við RÚV, á æru manna, t.d. Kára Arnór Árnason, án þess að hafa nokkur gögn í höndunum sem styðja ásakanir. Ef við látum fjölmiðla um að ákveða hvað skuli birt og hvað ekki er hætt við að mannréttindi eins og persónuvernd færu fyrir lítið.

Deila Stundarinnar/Reykjavík Media við þrotabú Glitnis snýst um bankaupplýsingar mörg hundruð Íslendinga.

Upplýsingarnar varða bankaviðskipti fyrir meira en tíu árum. Stundin/Reykjavík Media láta eins og himinn og jörð farist ef þessar upplýsingar birtist ekki strax. Tíu ára gömul frétt er úldin og skemmist ekki meira við þann tíma sem tekur dómstóla að finna úrlausn á deiluefninu.


mbl.is „Óboðlegt íslensku lýðræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö mál sýna íslensk stjórnmál eðlileg á ný

Brottvísun Eyþórs Arnalds úr Höfða annars vegar og hins vegar ökustyrkir Ásmundar Friðrikssonar sýna að eðlilegt ástand stjórnmála er óðum að myndast á ný.

Eftir hrun var tekist á um meginmál, ESB-aðild og stjórnarskrá. Í meginmálum verða menn hatrammir, framtíð lýðveldisins er í húfi.

Núna rífumst við um tittlingaskít, hver situr hvar og hvað á að rukka fyrir akstur þingmanns. Þessi þróun er jákvæð. Hún sýnir að meginmál samfélagsins eru í lagi. Þjarkið er um smámuni.


mbl.is Sætaskipan var ekki niðurnjörvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendur Arion leysa til sín milljarða

Lækkun eiginfjárhlutfalls er gerð með því að greiða eigendum hlutafjár reiðufé. Á viðskiptamáli er stundum talað um ,,offjármögnun" til að útskýra og réttlæta slíkar greiðslur til hluthafa.

Núverandi eigendur Arion kaupa hlut ríkisins í bankanum áður en eiginfjárhlutfallið er lækkað með greiðslu peninga til hluthafa.

Kaupverðið, sem ríkið fékk í sinn hlut, endurspeglaði vonandi að Arion er offjármagnaður, þ.e. getur greitt hluthöfum sínum milljarða út í hönd.


mbl.is Vilja lækka eiginfjárhlutfallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vofa sósíalismans - herská verkó

Á meðan opinberir starfsmenn samþykkja hóflega kjarasamninga er almenna verkalýðshreyfingin herská sem aldrei fyrr. Ástæðan er innanmein í ASÍ-félögum.

Uppreisn VR gegn ASÍ og væringar í Eflingu gera það að verkum að forysta annarra verkalýðsfélaga þora ekki annað en að halda stíft í ítrustu kröfur - og helst aðeins umfram það.

Vofa sósíalismans leikur lausum hala í verkalýðshreyfingunni. Og vofur þola ekki raunsæi.


mbl.is Vilja segja upp kjarasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband