Átök, sjálfhverfa; íslensk stjórnmál á 21stu öld

Skýringin á átakastjórnmálum er einföld. Hruniđ ól af sér tortryggni, sem aftur leiddi til pólitískrar lausungar er birtist í fylgissveiflum, vinstristjórn 2009-2013 yfir í hćgristjórn 2013-2016 og loks stjórnarkreppustjórn 2016-2017, og fjölgun flokka - ţeir eru sjö á alţingi núna.

Flóknari skýring er ađ uppstokkun á vinstri vćng stjórnmálanna, stofnun Samfylkingar og Vinstri grćnna um aldamótin, var ekki búin ađ finna sér farveg ţegar erlendir straumar sjálfhverfustjórnmála (ídentití-pólitík) brutust inn á sviđiđ. Skilgetin afkvćmi sjálfhverfustjórnmála eru Píratar og Björt framtíđ vinstra megin en Viđreisn og Flokkur fólksins hćgra megin. Sjálfhverfustjórnmál eru í eđli sínu sundrungarafl.

Ţriđji ţátturinn er tröllsleg fyrirferđ Evrópuumrćđunnar tímabiliđ 2005 til 2013 sem t.d. gerđi Samfylkingu og Sjálfstćđisflokk ađ svörnum óvinum. Ţessir flokkar voru í langan tíma á lýđveldisárunum í pólitísku vinfengi, sbr. viđreisnarárin.

Loks er ţađ fjórđi liđurinn sem er ađ öfgalausi og rótfasti miđjuflokkur stjórnmálanna, Framsóknarflokkurinn, fór nokkur pólitísk heljarstökk á fáum árum. ESB-sinnađur undir Halldóri Ásgrímssyni, smćlki í höndum Guđna Ágústssonar en varđ stćrsti flokkur landsins međ Sigmund Davíđ sem formann og ţar ađ auki eindreginn andstćđingur ESB-ađilar. Sigurđur Ingi, sveitungi Guđna, stýrir Framsókn frá 2017 og, tja, tryggđi flokknum setu í stjórnarráđinu.

Hver einstakur af ţeim fjórum ţáttum sem hér eru nefndir gćti leitt til átakastjórnmála, ţar sem menn veifa fremur röngu tré en öngvu. Í ljósi hamfaranna er mesta furđa ađ hér ríki ekki borgarastyrjöld.


mbl.is „Gagnrýni á gagnrýni um gagnrýni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Markađir falla, launţegar grćđa

Hluti af skýringunni á falli verđbréfa er ađ launţegar í Bandaríkjunum fá hćrra kaup, vegna ţess ađ atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Hćrra kaupgjald leiđir til hagvaxtar og verđbólgu, sem aftur leiđir til hćrri vaxta.

New York Times skýrir verđfall á hlutabréfamörkuđum út frá ţessari forsendu og Guardian er á sömu slóđum.

Verđfalliđ er í raun leiđrétting á verđbréfabólu sem myndađist vegna ţess ađ peningar voru um hríđ ókeypis - án vaxta. Sú tíđ er liđin.


mbl.is Misjafnar skođanir á orsökum lćkkunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Litli stóri vinstriflokkurinn - til hamingju međ afmćliđ

Vinstri grćnir voru stofnađir upp úr ţeim hluta Alţýđubandalagsins sem ekki taldi ćskilegt ađ ganga í Samfylkinguna um aldamótin. Margir í Samfylkingunni, Össur Skarphéđinsson, fyrrum alţýđubandalagsmađur ţar fremstur međal jafninga, vildu alls ekki Steingrím J., Ögmund, Hjörleif Gutt., Ragnar Arnalds og ţá félaga inn í Samfó.

Í huga samfylkingarmanna áttu Vinstri grćnir ađ vera smáflokkur međ tíu prósent fylgi. Samfylking skyldi verđa 30 prósent flokkur - ,,hinn turninn" í íslenskum stjórnmálum.

Vinstri grćnir tóku stjórnmál alvarlega, líkt og Alţýđubandalagiđ forđum daga. Samfylkingin varđ aftur pólitískur glaumgosaflokkur sem ók seglum eftir vindi. Og hann blés frá Brussel.

Á 20 ára afmćli eru Vinstri grćnir traust stjórnmálaafl sem jafnt og ţétt treystir stöđu sína sem kjölfesta íslenskra vinstristjórnmála. 

Til hamingju međ afmćliđ, Vinstrihreyfingin - grćnt frambođ. Lifiđ heil.


mbl.is Hefur söguritun fyrir 20 ára afmćli VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Trump og Silja Dögg

Ţingmađur Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, fékk á sig gagnrýni frá trúarleiđtogum gyđinga í Evrópu fyrir ađ leggja fram frumvarp um bann á umskurđi drengja. Frumvarpiđ er vitanlega íslenskt innanríkismál, en gyđingar í Evrópu óttast ađ samţykkt ţess hafi áhrif víđa um heim.

Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna á bandarískum forsendum. Hann bauđ sig fram gegn ţarlendri stjórnmálastétt og fékk sigur. En kjör Trump bođađi gríđarlegar breytingar í alţjóđastjórnmálum.

Frumvarp Silju Daggar og forsetakjör Trump sýna frá gagnólíkum forsendum ađ lítilfjörleg innanríkismál (1-2 umskurđir drengja á Ísland á ári) og stórmál eins og forsetakjör í Bandaríkjunum eru alţjóđlegir atburđir.

Pútín Rússlandsforseti gerđi ekki útslagiđ í bandarísku forsetakosningunum í nóvember 2016, ekki frekar en ađ frumvarp Silju Daggar sé norrćnt samsćri gegn gyđingum og múslímum. En vegna ţess ađ viđ búum í nettengdu heimsţorpi er fólk tilbúiđ ađ trúa hverskyns tröllasögum um ađ útlend grýla sitji um velferđ blessađra barnanna.


mbl.is Telja FBI grafa undan Trump
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 6. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband