Heimsþorpið, samræða og sundrung

Samfélagsmiðlar eru að stofni lýðræðisvæðing, voru ætlaðir til að auðvelda skoðanaskipti með þá hugsjón að samskipti ali af sér umburðalyndi.

Reyndin féll ekki að kenningunni, skoðanaskipti valda oft meiri ágreiningi fremur en að þau auki skilning.

Heimsþorpið er sennilega ekki raunhæf mennska.


mbl.is Hótar að hætta að auglýsa á Google og Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og umræðuhefðin

Pírataspjallið virðist vera orðljótasti vettvangur umræðunnar. Píratar bera siðferðilega og pólitíska ábyrgð á umræðunni á vettvangi sem við þá er kenndur.

Framganga Pírata á alþingi er í senn fóður fyrir umræðuna og hvatning til orðræðu sem ekki er sæmandi siðuðu samfélagi.

Píratar hljóta að taka frammistöðu sína til endurmats þegar fyrir liggur hvert stefnir.


VR skorar ASÍ á hólm - samkeppi í stað samheldni

Verkalýðshreyfingin vann sigra á síðustu öld með samstöðunni. Núna er er það samkeppnin sem gildir; VR skorar ASÍ á hólm þar sem barist er um hvernig afli verkalýðshreyfingarinnar skuli beitt.

ASÍ stendur fyrir hagnýta verkalýðspólitík, vinnur innan þess ramma sem virkar. VR blæs í gamlar hugsjónaglæður um sósíalískt Ísland er lúti pólitískri forystu verkalýðshreyfingarinnar.

Óþarfi er að spyrja að leikslokum. Það hagnýta sigrar ávallt hugsjónir. En stundum er veruleikinn svolítið óljós og þá þarf að takast á um málefni og menn. 


mbl.is Greiða atkvæði um úrsögn úr ASÍ í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband