Fyrirmyndarborgar hlýtur uppreisn æru - og tapar henni

Fyrirmyndarborgari hlaut uppreisn æru 2013. Vinstristjórn Jóhönnu Sig. var við völd fram á vor það árið.

Eitthvað virðist æran hafa verið laus og liðug fyrirmyndarborgaranum og fréttir segja hana tapaða á ný.

Nú hljóta fjölmiðlar að grennslast fyrir hverju sætir að vinstriflokkar hafa gefið út hæpna uppreisn æru fyrir fimm árum. Sennilega þó ekki. Fjölmiðlar kenna okkur að æran sé ávallt vinstriflokkanna - allir hinir eru ærulausir.

 


mbl.is Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber persóna á opinberum vettvangi er opinbert mál

Reglan í fyrirsögninni gildir almennt. Almennir launþegar eru ekki opinberar persónur og því eru laun þeirra ekki opinbert mál. Þingmenn eru opinberar persónur og laun þeirra eru opinbert mál.

Að þessu sögðu er klént hjá Helga Hrafni að hafa ekki skoðun á launakjörum þingmanna. Ef hann getur ekki haft skoðun á þeim getur þingmaðurinn ekki haft skoðun á launakjörum almennt. En laun eru aðalumræðuefni stjórnmálanna.

Annað tveggja ætti Helgi Hrafn að skipta um skoðun eða hætta á þingi.


mbl.is „Langar ekki að svara þessum spurningum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok þjóðarflokka? Ekki á Íslandi

Í flestum vestrænum ríkjum voru til skamms tíma 1 - 2 þjóðarflokkar sem réðu ferðinni í stjórnmálum viðkomandi ríkja. Á Norðurlöndum voru það verkamannaflokkar en í Þýskalandi sósíaldemókratar og kristilegir demókratar.

Þýsku þjóðarflokkarnir, SPD og CDU, láta á sjá á meðan smáflokkum vex fylgi, eru mð 8 til 15 prósent. Í Die Welt er þetta útskýrt því að gömul hugmyndafræði, oft kennd við vinstri og hægri, sé úrelt.

Á Íslandi var aðeins einn þjóðarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn. Þótt fylgið hafi minnkað á þessari öld verður tæplega sagt að flokkurinn hafi misst stöðu sína sem leiðandi stjórnmálafl.

Þá eru hugtökin vinstri og hægri enn vel nýtileg í íslenskri stjórnmálaumræðu. Merking hugtakanna breytist. Hægripólitík þýddi t.d. frjálshyggja um aldamótin og ekki er langt síðan að vinstristefna var annað orð yfir ríkisforsjá. En þegar vinstri grænn forsætisráðherra boðar einkavæðingu ríkisbanka verður hann ekki sakaður um ríkisforsjá, svo dæmi sé tekið. Og frjálshyggja er ekki ráðandi stefna Sjálfstæðisflokksins.

Ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks mun breyta stjórnmálaumræðunni hér á landi. Ef til vill verða Vinstri grænir hinn þjóðarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum ræður ferðinni í stjórnmálum á Fróni.


Bloggfærslur 18. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband