Segir Katrín Jakobsdóttir af sér sem forsætisráðherra?

Ef einhver keypti spurninguna hjá könnunarfyrirtæki: ,,á Katrín Jakobsdóttir að segja af sér sem forsætisráðherra?" myndu án efa einhverjir segja já. Til dæmis þeir sem vilja fella ríkisstjórnina.

Til að auka líkurnar á já-i gætu fjölmiðlafyrirtæki, t.d. Stundin og RÚV, dundað sér við í nokkrar vikur að draga upp neikvæða mynd af Katrínu. Hægt væri að bera saman kosningastefnuskrá Vinstri grænna við málefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fá viðmælendur úr röðum andstæðinga Katrínar og Vinstri grænna til að vitna um svik.

Einmitt þetta gerði Stundin við Sigríði Andersen og fékk stuðning RÚV. Pólitískir andstæðingar Sigríðar voru leiddir fram í fjölmiðlum til að gagnrýna hana. Fjölmiðlar og hagsmunaöfl lögðust á eitt að gera dómsmálaráðherra tortryggilegan. Og svo keypti Stundin spurningu hjá Maskínu: á Sigríður að segja af sér?

Stundin/RÚV einbeita sér að hanna pólitíska atburðarás. Þessir fjölmiðlar segja ekki fréttir, nema í framhjáhlaupi. Aðalatriðið er að koma höggi á pólitíska andstæðinga annars vegar og hins vegar hygla samherjum.


mbl.is Meirihluti telur Sigríði eiga að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkir leiðtogar á óvissutímum

Xi Jin­ping, for­seti Kína og aðal­rit­ari kommúnistaflokks­ins, sver sig í pólitíska ætt Pútín í Rússlandi, Erdogan í Tyrklandi, Trump í Bandaríkjunum, Macron í Frakklandi og Merkel í Þýskalandi.

Allt eru þetta sterkir leiðtogar sem gera sig gildandi óvissutímum eftir kalda stríðið.

Þeir veikustu í hópnum; Trump, Macron og Merkel eiga það sameiginlegt að búa í ríkjum með trausta lýðræðishefð. Xi Jin­ping, Pútín og Erdogan eru fastari í sessi en leiðtogar lýðræðisríkja. Nokkurt áhyggjuefni það. Einkum fyrir lýðræðið.


mbl.is Vilja afnema tímamörk á setu forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenningin í fangelsi

Í nafni fjölmenningar búa sum svæði í Danmörku við lögleysu, þar sem dönsk lög eru virt að vettugi. Nú skal gert átak að færa svæðin undir dönsk lög, t.a.m. með því að gera afbrot á fjölmenningarsvæðum að bera þyngri refsingu en sambærileg brot annars staðar í Danmörku.

Hvað segja talsmenn fjölmenningarinnar? Jú, þetta samkvæmt fréttinni:

Muhammed Aslam, formaður hverf­is­sam­taka Mjølnerp­ar­ken á Nør­re­bro í Kaup­manna­höfn, seg­ir til­lög­una gefa í skyn að ekki séu all­ir jafn­ir gagn­vart lög­un­um. „Það á greini­lega að vera A-deild og B- deild í okk­ar þjóðfé­lagi,“ seg­ir Aslam en að hans mati sé um árás í garð hverf­anna að ræða.

Fjölmenningarsinnar vilja einstefnu þar sem fjölmenningin ræðst á lögin og yfirvöld en þegar ríkisstjórnir vilja taka í taumana er það kallað árás á jafnrétti.


mbl.is Vilja þyngja refsingu fyrir brot í „gettóum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar stjórna Ameríku - hversu líklegt?

Rússar stóðu fyrir forsetakjöri Donald Trump eru pólitísku skilaboðin sem demókratar halda á lofti. Nýleg ákæra á hendur 13 Rússum er liður í að gera kenninguna trúverðuga.

En það er ekkert á bakvið ákæru sérstaks saksóknara, eins og Jackson Lears rekur í London Review of Books. Rússarnir munu aldrei koma fyrir rétt, það er ekki einu sinni ljóst hvort þeir verði ásakaðir um lögbrot.

Á meðan malar samsæriskvörnin sem gerir ekki annað en að grafa undan forsetaembættinu og tiltrú Bandaríkjamanna á stjórnkerfinu, segir Stephen F. Cohen.

Kenningin um að vald Rússar yfir bandarískum stjórnmálum sé slíkt að þeir ákveði hver hlýtur forsetaembættið þar í landi þjónar þeim eina tilgangi að demókratar þurfi ekki að takast á við þá niðurstöðu að frambjóðandi þeirra tapaði fyrir Trump.


mbl.is Ásökunum repúblikana hafnað í nýju minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband