Þriðjudagur, 6. febrúar 2018
Átök, sjálfhverfa; íslensk stjórnmál á 21stu öld
Skýringin á átakastjórnmálum er einföld. Hrunið ól af sér tortryggni, sem aftur leiddi til pólitískrar lausungar er birtist í fylgissveiflum, vinstristjórn 2009-2013 yfir í hægristjórn 2013-2016 og loks stjórnarkreppustjórn 2016-2017, og fjölgun flokka - þeir eru sjö á alþingi núna.
Flóknari skýring er að uppstokkun á vinstri væng stjórnmálanna, stofnun Samfylkingar og Vinstri grænna um aldamótin, var ekki búin að finna sér farveg þegar erlendir straumar sjálfhverfustjórnmála (ídentití-pólitík) brutust inn á sviðið. Skilgetin afkvæmi sjálfhverfustjórnmála eru Píratar og Björt framtíð vinstra megin en Viðreisn og Flokkur fólksins hægra megin. Sjálfhverfustjórnmál eru í eðli sínu sundrungarafl.
Þriðji þátturinn er tröllsleg fyrirferð Evrópuumræðunnar tímabilið 2005 til 2013 sem t.d. gerði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk að svörnum óvinum. Þessir flokkar voru í langan tíma á lýðveldisárunum í pólitísku vinfengi, sbr. viðreisnarárin.
Loks er það fjórði liðurinn sem er að öfgalausi og rótfasti miðjuflokkur stjórnmálanna, Framsóknarflokkurinn, fór nokkur pólitísk heljarstökk á fáum árum. ESB-sinnaður undir Halldóri Ásgrímssyni, smælki í höndum Guðna Ágústssonar en varð stærsti flokkur landsins með Sigmund Davíð sem formann og þar að auki eindreginn andstæðingur ESB-aðilar. Sigurður Ingi, sveitungi Guðna, stýrir Framsókn frá 2017 og, tja, tryggði flokknum setu í stjórnarráðinu.
Hver einstakur af þeim fjórum þáttum sem hér eru nefndir gæti leitt til átakastjórnmála, þar sem menn veifa fremur röngu tré en öngvu. Í ljósi hamfaranna er mesta furða að hér ríki ekki borgarastyrjöld.
![]() |
Gagnrýni á gagnrýni um gagnrýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. febrúar 2018
Markaðir falla, launþegar græða
Hluti af skýringunni á falli verðbréfa er að launþegar í Bandaríkjunum fá hærra kaup, vegna þess að atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki. Hærra kaupgjald leiðir til hagvaxtar og verðbólgu, sem aftur leiðir til hærri vaxta.
New York Times skýrir verðfall á hlutabréfamörkuðum út frá þessari forsendu og Guardian er á sömu slóðum.
Verðfallið er í raun leiðrétting á verðbréfabólu sem myndaðist vegna þess að peningar voru um hríð ókeypis - án vaxta. Sú tíð er liðin.
![]() |
Misjafnar skoðanir á orsökum lækkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. febrúar 2018
Litli stóri vinstriflokkurinn - til hamingju með afmælið
Vinstri grænir voru stofnaðir upp úr þeim hluta Alþýðubandalagsins sem ekki taldi æskilegt að ganga í Samfylkinguna um aldamótin. Margir í Samfylkingunni, Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþýðubandalagsmaður þar fremstur meðal jafninga, vildu alls ekki Steingrím J., Ögmund, Hjörleif Gutt., Ragnar Arnalds og þá félaga inn í Samfó.
Í huga samfylkingarmanna áttu Vinstri grænir að vera smáflokkur með tíu prósent fylgi. Samfylking skyldi verða 30 prósent flokkur - ,,hinn turninn" í íslenskum stjórnmálum.
Vinstri grænir tóku stjórnmál alvarlega, líkt og Alþýðubandalagið forðum daga. Samfylkingin varð aftur pólitískur glaumgosaflokkur sem ók seglum eftir vindi. Og hann blés frá Brussel.
Á 20 ára afmæli eru Vinstri grænir traust stjórnmálaafl sem jafnt og þétt treystir stöðu sína sem kjölfesta íslenskra vinstristjórnmála.
Til hamingju með afmælið, Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Lifið heil.
![]() |
Hefur söguritun fyrir 20 ára afmæli VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. febrúar 2018
Trump og Silja Dögg
Þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, fékk á sig gagnrýni frá trúarleiðtogum gyðinga í Evrópu fyrir að leggja fram frumvarp um bann á umskurði drengja. Frumvarpið er vitanlega íslenskt innanríkismál, en gyðingar í Evrópu óttast að samþykkt þess hafi áhrif víða um heim.
Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna á bandarískum forsendum. Hann bauð sig fram gegn þarlendri stjórnmálastétt og fékk sigur. En kjör Trump boðaði gríðarlegar breytingar í alþjóðastjórnmálum.
Frumvarp Silju Daggar og forsetakjör Trump sýna frá gagnólíkum forsendum að lítilfjörleg innanríkismál (1-2 umskurðir drengja á Ísland á ári) og stórmál eins og forsetakjör í Bandaríkjunum eru alþjóðlegir atburðir.
Pútín Rússlandsforseti gerði ekki útslagið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember 2016, ekki frekar en að frumvarp Silju Daggar sé norrænt samsæri gegn gyðingum og múslímum. En vegna þess að við búum í nettengdu heimsþorpi er fólk tilbúið að trúa hverskyns tröllasögum um að útlend grýla sitji um velferð blessaðra barnanna.
![]() |
Telja FBI grafa undan Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. febrúar 2018
Stjórnmálaflokkum fækkar; Dögun, Björt framtíð, Viðreisn úr sögunni
Björt framtíð er búin að vera sem stjórnmálaafl, Dögun býður ekki fram í vor og Viðreisn reynir að sameinast vinstriflokkum.
Eftirhrunið rótaði upp í flokkakerfinu, kjósendur voru tilbúir að gefa nýjum framboðum tækifæri til að láta ljós sitt skína.
En framboð nýrra stjórnmálaafla reyndist meira en eftirspurnin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 5. febrúar 2018
Trump aldrei vinsælli
Donald Trump fær meira fylgi í vinsældamælingu en hann fékk mælt í atkvæðum við forsetakjörið fyrir rúmu ári. Vinsældir Trump má að líkindum rekja til þess að efnahagur Bandaríkjanna blómstrar.
Umdeildar skattalækkanir forsetans bæta hag launafólks, þvert á spár, atvinnuleysi er minna en í langan tíma og hagvöxtur traustur.
Annar lestur á vinsældamælingunni er að andstæðingum forsetans mistókst að teikna á hann rússneska hala og klær.
![]() |
Vinsældir Trumps ekki meiri í tæpt ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. febrúar 2018
Kortér í gjaldþrot Viðreisnar
Þegar fyrirtæki stendur á barmi gjaldþrots reynir það iðulega að komast í samstarf við önnur fyrirtæki. Til að gera einhver verðmæti úr rekstrinum. Til að bjarga því sem bjargað verður fyrir stærstu hluthafana.
Stærstu hluthafarnir í Viðreisn eru fyrrum sjálfstæðismenn. Þeir leita til vinstriflokkanna í von um að bjarga sér frá gjaldþroti. Allir vinstriflokkarnir koma til greina. En alls ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Hvers vegna?
Jú, vegna þess að nær allt fylgi Viðreisnar mun skila sér til Sjálfstæðisflokksins. Það vita stærstu hluthafarnir í Viðreisn. Þeir eru aðeins að hugsa um að bjarga eigin skinni og komast í valdastöðu í skjóli vinstriflokka. Áður en gjaldþrotið verður gert opinbert.
![]() |
Í viðræðum um sameiginleg framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Dagskrárvald Samfylkingar og Pírata - með aðstoð RÚV
Samfylking og Píratar eru samstíga í tilraunum til að lama alþingi. Jón Þór pírati viðurkennir að baráttan sé um dagskrárvaldið á alþingi.
Helga Vala Helgadóttir Samfylkingarþingmaður kallar eftir því að umboðsmaður alþingis komi til liðs við stjórnarandstöðuna í baráttunni um dagskrárvaldið. Yfirráðin yfir dagskrárvaldinu skal nota til að flæma dómsmálaráðherra úr embætti.
Fyrir í liði stjórnarandstöðunnar er RÚV sem birtir fréttir um að ,,komi dómsmálaráðherra illa út" í umræðunni skuli ráðherra víkja. Dagskrárvaldið í umræðunni utan alþingis er stórum hluta hjá RÚV, sem dælir hlutdrægum fréttum yfir landslýð í útvarpi, sjónvarpi og á netinu allan sólarhringinn alla daga ársins.
![]() |
Nefndin íhugar að hleypa umboðsmanni að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Kennarar í stríði, bæði innbyrðis og við samfélagið
Aðeins einn kennari af 11 manna stjórn og samninganefnd félags grunnskólakennara (FG) gefur kost á sér til áframhaldandi starfa. Þetta má lesa með samanburði á núverandi stjórn og samninganefnd annars vegar og hins vegar framboðslista.
Ástæðan fyrir atgervisflótta trúnaðarmanna kennara er að uppreisnarhópur innan FG tók völdin, fyrst með kjöri Ragnars Þórs Péturssonar til formanns KÍ og síðan með formannskjöri Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur í FG. Þorgerður Laufey setti kjaraviðræður kennara í uppnám daginn sem hún var kjörinn formaður með yfirlýsingu í Kastljósi um að kennarar vildu launahækkun en vinna minna í skólum.
Þegar Ragnar Þór Pétursson var kjörinn formaður KÍ í haust lýsti sitjandi stjórn KÍ yfir vantrausti á hann vegna ásakana um að hann hefði brotið gegn barni sem kennari á Tálknafirði.
Ragnar Þór og Þorgerður Laufey eru í uppreisnarliði sem elur á óánægju innan raða kennara í einn stað og í annan stað setur fram fullkomlega óraunhæfar kröfur, eins og að fá kaup til að vera heima. Í almennu verkalýðshreyfingunni er litið til kennarasamtakanna sem fyrirmyndar um að velta úr sessi sitjandi forystu. Það er hægt að hugsa sér betri fyrirmyndir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. febrúar 2018
Fjórar eiginkonur fyrir karlmann
Samkvæmt helgitexta múslíma getur karl átt allt að fjórar eiginkonur. Fjölkvæni tíðkast í mörgum ríkjum múslíma. En fjölkvæni er bannað í Þýskalandi og tveir sýrlenskir flóttakarlar þar, sem hvor á tvær eiginkonur, skapa nokkurn vanda, segir í Die Welt.
Þýsk stjórnvöld vilja leyfa fjölskyldum að sameinast. Kjarnafjölskyldan í trúarmenningu múslíma getur verið einn karl og allt upp í 4 eiginkonur.
Þjóðverjar vita ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Á að samþykkja fjölkvæni í undir formerkjum fjölmenningar eða verða múslímakarlar að sætta sig við þýsk lög og halda sig við eina eiginkonu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)